Átta-tíu 6 - page 7

Nákvæm skráning er mikilvæg þegar gerðar eru kannanir. Oft eru hönnuð eyðublöð til
að skrá og flokka svör.
8
Þú vilt gera könnun á umferðarlagabrotum. Þú vilt kanna hvort viðmælendur þínir
hafa brotið af sér í umferðinni á síðustu 12 mánuðum. Ef svo er vilt þú fá upplýs-
ingar um tegund brots. Þú vilt einnig fá upplýsingar um aldur og kyn viðmælanda.
Hannaðu eyðublað sem auðvelt er að merkja á um leið og spurt er.
9
Þú hyggst kanna viðhorf fólks til þess að lágmarksaldur til ökuprófs verði
hækkaður úr 17 árum í 18 ár.
a
Hvaða fleiri upplýsinga væri æskilegt að afla?
b
Hannaðu eyðublað sem nota mætti við söfnun upplýsinga.
c
Hvað þarf að hafa í huga við gerð eyðublaðs?
10
Þegar upplýsingum er safnað þarf að huga vel að vali
úrtaks ef ekki er hægt að spyrja alla eða nýta gögn sem
hugsanlega eru til einhvers staðar.
a
Hvers konar úrtak væri gott að velja til að fá sem áreiðan-
legastar upplýsingar með könnununum í verkefnunum hér fyrir ofan?
b
Væri í einhverju af þessum tilvikum hægt að afla gagna á annan hátt en með því
spyrja tiltekið úrtak?
11
Fréttavefur setur fram spurningu dagsins á hverjum degi. Hve mikið mark telur þú
að taka megi á niðurstöðum kannana af þessu tagi?
Hve langur tími leið frá því þú hófst ökunám og þar til þú laukst því?
Tími í mánuðum
Skráning
Tíðni
0 < t
3
3 < t
6
6 < t
9
9 < t
12
12 < t
15
t >15
Ertu fylgjandi 10 ára skólaskyldu á Íslandi?
Tíminn er meira en
6 mánuðir en minna eða
jafnt og 9 mánuðir.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...112
Powered by FlippingBook