Kveikjur

27 „Nýsköpun í tungumálinu hefur stóraukist á meðal unglinga – mesta aukning allra Norðurlandaþjóða!“ 17. Uppáhaldsbókin mín Hver er uppáhaldsbókin þín? Skrifaðu 100 orð um hana. Um hvað er hún? Af hverju er hún í uppáhaldi hjá þér? Hvenær lastu hana fyrst? Hefurðu lesið hana oft eftir það? Til að koma þér á sporið geturðu byrjað verkefnið á því að segja lesandanum af hverju bókin fær þín bestu meðmæli: „Ég mæli með því að þú lesir þessa bók vegna þess að hún … “ Að þessu loknu skaltu æfa þig heima í að flytja textann til þess að undirbúa þig fyrir kynningu á bókinni fyrir framan bekkinn. 18. Ræðið í hópum um ykkar uppáhalds lestraraðstæður Hvernig líður þér best við lestur? Hvar? Hvernig er lýsingin? Tónlist eða ekki? Heyrnartól eða ekki? Að morgni, í hádeginu eða að kvöldi til? Í rúminu eða við eldhúsborðið? Í stofusófanum? Rétt fyrir svefninn? Í næði eða í kringum fólk? Henta vissar aðstæður fyrir ákveðnar tegundir af lestri? 19. Draumaskólinn Lýstu draumaskólanum þínum! Hvernig eru skólastofurnar? Matsalurinn? Leiksvæðið? Aðstaða fyrir unglinga? Hvaða námsgreinar eru kenndar? Hvernig læra nemendur? Æfðu flutninginn á erindinu heima. Gættu að réttri öndun (í gegnum nefið og ofan í maga) og skýrum framburði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=