Kveikjur

46 – „Kemur varla til framkvæmda“ segir Gísli Kr. Lórenzson, aðstoðarslökkviliðsstjóri. „Ég held að þessi hugmynd komi varla til framkvæmda. Ef við miðum við þann fjölda manna sem er á vakt í dag þá er þetta útilokað mál. Ég tek þó fram að við erum að sjálfsögðu tilbúnir til viðræðna við bæjarstjóra um hagræðingu, ef hann telur slíkt nauðsynlegt,“ sagði Gísli Kr. Lórenzson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akureyri, þegar hann var inntur álits á þeirri hugmynd Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra, að láta slökkviliðsmenn þvo strætisvagna Akureyrar á næturnar. Hugmynd Sigfúsar kom fram í útvarpsviðtali við hann fyrir skömmu, og telja menn að með þessu móti hafi átt að spara fé í bæjarrekstrinum. Að sögn Gísla eru þrír menn á hverri 12 tíma vakt á slökkvistöðinni. Komi slysaútkall fara tveir menn í að sinna því, en komi annað útkall á meðan fer þriðji maðurinn einn í það. Komi brunaútkall fara allir mennirnir út og stöðin er mannlaus á meðan, en lögreglan hlustar á öll samtöl í neyðarsímanum og bregst við ef á þarf að halda. Vegna frábærs samstarfs lögreglu og slökkviliðs hefur þetta fyrirkomulag gengið upp en dæmi eru til þess að lögreglan hafi þurft að manna slökkvistöðina ef allir brunaverðir eru í útkalli. „Ég tek það fram að bæjarstjóri hefur ekki rætt þessa hugmynd við okkur. Menn verða að athuga að við erum reiðubúnir 24 tíma á sólarhring og komi eitthvað fyrir þá er ekki spurt að því hvaða dagur sé eða hvaða tími sólarhringsins. Seinni árin höfum við farið rúmlega þrisvar á dag í slysa- eða sjúkraflutninga og þessi útköll eru fyrirvaralaus. Út frá þessu held ég að það samrýmist ekki starfi sjúkraflutningsmanna að vera að þrífa strætisvagnana.“ Látnir þvo strætisvagna á nóttunni Fjórir látnir lausir að lokinni krufningu Rannsóknarlögregla ríkisins hafði í gær þrjá karla og konu í haldi vegna rannsóknar á hvernig andlát fertugs manns, sem fannst látinn í húsi í Austurbænum, hefði borið að höndum. Eftir bráðabirgðakrufningu, en niðurstöður hennar lágu fyrir á tólfta tímanum í gærkvöldi, þótti ljóst að dauði mannsins yrði ekki rakinn til lítilsháttar ytri áverka sem á honum fundust, og var fólkið þá látið laust að lokinni skýrslutöku. Skrifaðu þrjár dæmigerðar fyrirsagnir fyrir þessa frétt. Skrifaðu þrjár fyrirsagnir í gamansömum og stríðnum stíl fyrir þessa frétt. 2. 3.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=