Kveikjur

87 • Er þetta dæmigert ævintýri eða sker það sig úr á einhvern máta? Skoðaðu hvernig ævintýrið skiptist í upphaf, miðju og endi. • Hvaða boðskapur liggur undir í frásögninni? Hvaða lærdóm er höfundur að biðja lesendur um að draga? Hvaða hegðun er æskileg og hver er óæskileg? Ævintýri í sögurömmum Hér er tilvalið að rekja atburðarás ævintýrisins á einfaldan máta. Hversu einfaldan? Svo einfaldan að ævintýrið komist inn í sex söguramma í myndasöguformi? Hvað gerðist fyrst? Hvað svo? Kvikmynd Vinnið í þriggja manna hópum og stillið efni ævintýrisins upp í stuttmynd, kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð. Byrjið á að velta fyrir ykkur titli og færið svo út kvíarnar: • Hvaða íslensku leikarar verða fyrir valinu í hlutverk sögupersónanna? En erlendir leikarar? • Veljið sviðsetningu og tímabil. • Hvaða íslenska popplag gæti verið upphafslag sjónvarpsþáttanna sem byggir á þessu ævintýri? Skrifaðu eigin ævintýri Skrifaðu örævintýri (100 orð) sem byggir á mjög dæmigerðum efnisatriðum: prins, riddari, prinsessa, þrjár þrautir, dreki, hálft konungsríkið Upp með ævintýrið! Vinnið saman í hópum og setjið á svið ævintýri að eigin vali, sígilt eða frumsamið. Áður en æfingar byrja þarf að gera handrit úr ævintýrinu, því næst þarf að velja í hlutverkin og loks æfa verkið og setja það á svið. Atriði til að hafa í huga: • hvað einkennir málsnið í ævintýrum? Er orðalag hefðbundið, er orðaröð venjuleg? • hvernig eru sagnorð notuð í ævintýrum (nútíð, þátíð)? 1. 2. 3. 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=