Previous Page  8 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 108 Next Page
Page Background

6

Fjölbreyttir kennsluhættir

og skapandi skólastarf

Skólinn á 21. öld

21. öldin gerir þær kröfur til menntunar að skólinn undirbúi nemendur fyrir

samvinnu, frumkvöðlastarf og sköpun.

3

Í þekkingarsamfélagi nútímans þarf

að búa yfir færni til samvinnu ásamt færni til að nýta nýjustu tækni til sam-

skipta við aðra, finna og halda til haga upplýsingum og vinna úr þeim. Kröfur

um ábyrgð á eigin námi og lýðræðisleg vinnubrögð hafa aukist og haldast í

hendur við almennt aðgengi að tækninni. Kennarar eru nemendum fyrir-

mynd og ættu alltaf að leggja kapp á frumkvæði og skapandi hugsun, ríkuleg

samskipti og góða samvinnu þvert á aldur og greinasvið. Í skapandi skólastarfi

skiptir miklu að sérþekking og framlag allra nemenda og kennara fái að njóta

sín eins og kostur er.

Tækni og nám á nýjum nótum

Á tímum netsins, snjallsíma og hvers kyns upplýsingatækni má segja að

nemendur gangi með allar heimsins orðabækur og alfræðirit í rassvasanum.

Kennarinn er ekki sá alvitri miðlari þekkingar sem áður var og fátt þarf að læra

utanbókar þegar upplýsingar eru ávallt innan seilingar. Kennarastarfið hefur

því tekið talsverðum breytingum með nýjum tímum og nú reynir á kennara

að leiðbeina nemendum sínum á þann hátt að þeir geti sjálfir ígrundað gæði og

uppruna upplýsinga eða miðlað upplýsingum og þekkingu á markvissan hátt.

Með því að gera ungu fólki kleift að tileinka sér og þjálfa þessa þætti búum

við það undir framtíð sem við vitum ekki nákvæmlega hvernig verður. Með

þátttöku úr öllum áttum, fjölbreyttum aðferðum í kennslu og námsumhverfi

sem hvetur og nærir hvern og einn nemanda stuðla kennarar að gagnrýnum

hugsunarhætti og vinnubrögðum. Um leið er unnið gegn einsleitni og þeirri

tilhneigingu að steypa alla í sama mót. Kennarinn þarf að stuðla að því að

andrúmsloftið innan nemendahópsins sé með þeim hætti að opin samræða

og skoðanaskipti skipi háan sess í námsferlinu. Virkja þarf nemendurna sjálfa

til ábyrgðar, vekja áhuga þeirra og gera ljósan tilganginn með leit þeirra að

þekkingu.