Previous Page  9 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 108 Next Page
Page Background

7

FJÖLBREYTTIR KENNSLUHÆTTIR :

SKAPANDI SKÓLI

Opnir og skapandi kennsluhættir

Í skapandi skólastarfi er fjölbreyttum kennsluaðferðum og vinnubrögðum beitt

til að vekja og viðhalda áhuga til náms. Í því felast tækifæri og kjöraðstæður

fyrir opna og einstaklingsmiðaða kennsluhætti sem gera kleift að mæta hverj-

um nemenda þar sem hann er staddur í leit sinni að þekkingu, allt eftir áhuga,

reynslu og þroska. Í því felst einnig að sjálfsagt er að kennarinn ásamt sínu sam-

starfsfólki beiti fjölbreyttum aðferðum til að meta verk nemenda og framfarir á

ákveðnum sviðum, og geri jafnvel nemendur sjálfa ábyrga fyrir eigin námsmati

og félaga sinna upp að ákveðnu marki. Margbreytileika og sérþekkingu í starfs-

liði skóla þarf að nýta sem best, kennarar á öllum aldursstigum og greinasviðum

geta stutt dyggilega við skapandi starf en líka átt frumkvæði að samstarfi um

verkefni, skólasöfnin hafa mikilvægu hlutverki að gegna, tómstundastarf þarf

að hafa í huga, foreldrar og nærsamfélag búa yfir miklu, netið opnar nýjar leiðir

í samvinnu á milli skóla og þannig mætti lengi telja. Flókið samfélag í stöðugri

sókn og glímu við breytingar kallar á opinn huga og fjölbreyttar lausnir.

Samvinna, stuðningur og þáttur

list- og verkgreina

Á greinasvið list- og verkgreina er að sjálfsögðu margt að sækja fyrir almenna

kennara þegar kemur að skapandi skólastarfi. Margar af þeim leiðum til þekk-

ingarleitar og miðlunar sem hér verða nefndar og reifaðar geta reynt á og ýtt

undir leikræna tjáningu, myndsköpun, tónmennt, hreyfingu, þrívíddarhönnun,

matargerð, fatahönnun og smíði svo að eitthvað sé nefnt en líka ýmiss konar

umfjöllun um listrænt starf og skapandi greinar. Greinakennarar sérfróðir um

aðferðir og möguleika á þessum sviðum geta reynst ómetanlegir þegar kemur

að skapandi vinnu í skólanum og fleiri starfsmenn geta lagt sitt af mörkum,

búið yfir leyndum hæfileikum, áhuga eða þekkingu sem komið getur að gagni.

Skólasöfn og upplýsingaver búa flest yfir ríkulegu og fræðandi efni umótal hluti,

góðumbókmenntumogöflugustarfsfólki. Fagleg forystaumupplýsingatækni og

miðlun er líka þýðingarmikil í hverjum skóla og samstarf þvert á skóla um

þá hluti mikilvægt. Stundum má svo leita út fyrir skólaveggi, heimsækja söfn

og vinnustaði, kalla til hönnuði og listamenn, hafa samband við höfunda og

sérfræðinga, eiga samvinnu við foreldra og félagasamtök eða bjóða gestum í

skólann á fyrirlestra, sýningar, tónleika og uppskeruhátíðir. Opnar vikur, þem-

adagar, valgreinar og lokaverkefni eru oft vettvangur fyrir svona samstarf og

uppbrot í skólastarfi en skapandi starf á líka við í almennri kennslu og á venju-

legum skóladegi. Um það, ekki síst, snýst þessi bók.