Til að minna á áttirnar, líka þegar sólin skín ekki, má mála áttarós á skólalóð eða annan hentugan stað.

Efni

Mynd af reglulegri, fallegri stjörnu, fjögurra eða átta arma.
Tvær stuttar stangir eða sköft.
Heppilegur staður, stétt eða malbikaður völlur.
Klukka.
Almanak.
Krítar.
Málning og penslar.

Framkvæmd

Á sólskinsdegi athugum við í almanaki klukkan hvað sól er hæst á lofti. Það er hún oft á tímabilinu 13:20–13:30 en í almanakinu er nákvæmlega tíundað hvenær sól er hæst á lofti á Skólavörðuholtinu í Reykjavík á hverjum degi ársins.

Á tilsettum tíma er búið að koma annarri stönginni fyrir. Fylgst er með tímanum og nákvæmlega þegar sól er hæst á lofti er hin stöngin lögð á skuggann sem myndast af lóðréttu stönginni. Teiknuð lína eftir stönginni.

Þessi lína er með stefnuna norður – suður. Austur – vestur stefna er hornrétt á hana. Hún teiknuð líka. Þessar línur þurfa að vera nákvæmlega gerðar.

Nú má teikna og mála áttastjörnu eftir þessum línum og merkja norður, austur, suður og v estur og kannski líka NA, SA, SV og NV á hana. Best er að teikna fyrst með krít og mála svo með varanlegri málningu.

© 2009 Sigrún Helgadóttir

Loka glugga