Talið er að jörðin sé um 4600 milljón ára gömul. Þetta er tala sem er erfitt að skilja. Ef þessi tala er afrúnnuð þá má segja að ákveðin spor í þróunarsögu Jarðar séu eftirfarandi:

Aldur Jarðar 4600 milljónir ára
Upphaf lífs fyrir 4000 milljónum ára
Flóknar lífverur komu fram fyrir 570 milljónum ára
Risaeðlur og spendýr komu fram 225 milljónum ára
Risaeðlur dóu út fyrir 67 milljónum ára
Fyrstu mann apar komu fram 30 milljónum ára
Elstu menn komu fram fyrir 4 milljónum ára
Okkar tegund kom fram fyrir 200 þúsund árum
Þéttbýli myndast fyrir 15 þúsund árum
Iðnaðarborgir fóru að myndast fyrir 200 árum

Þessar tölur eru enn óskiljanlegar. Ef þær eru settar inn í 50 ára tímaskala og gert ráð fyrir að jörðin væri að halda upp á 50 ára afmæli sitt þá kæmi líklega fram í afmælisræðu að:

Þegar jörðin var
10 ára – var líf farið að þróast.
44 ára – þá komu fram lífverur sem voru flóknari en bakteríur og þörungar.
48. árið – í hittifyrra, var ár risaeðla.
49. árið – á síðasta ári voru spendýr áberandi.
Fyrir 4 mánuðum – komu mann apar fram.
Fyrir 10 dögum- komu frummenn fram.
Það er minna en dagur frá því að okkar tegund kom fram.
Fyrir einni klukkustund – fóru borgir að myndast.
Fyrir einni mínútu – varð iðnbylting.

Menn eru því nánast nýtt fyrirbæri á jörðinni. Öll hennar lögmál voru löngu þróuð áður en þeir komu fram. Eftir iðnbyltingu, á síðustu mínútu hinnar 50 ára gömlu Jarðar, fóru menn t.d. fyrst að framleiða ýmiss konar efni sem eru lífsferlum náttúrunnar framandi, svo sem plastefni.

(© 2006 Sigrún Helgadóttir)

Loka glugga