Það sem þarf er:

Rjómi
Krukkur utan af barnamat/mauki
2 glerkúlur (marbles), athugið að þær séu alveg hreinar.

Krukkurnar fylltar til hálfs af rjóma.

Tvær glerkúlur settar í krukkuna.

Krukkunni lokað og hún hrist vel í nokkrar mínútur. Innihaldið skoðað annað slagið.

Þegar rjóminn sýnist vera orðinn að smjöri er krukkan opnuð. Glerkúlurnar teknar úr henni og vökvanum, áfunum, hellt af smjörinu.

Rjóminn verður að smjöri þegar krukkan er hrist. Glerkúlurnar skella á fitunni í rjómanum þannig að vökvinn skilur sig frá. Fitan loðir saman og verður að klumpi (smjöri) á botni krukkunnar.

Hægt er að prófa þetta með því að nota eina eða þrjár kúlur. Hvort er betra að nota heitan eða kaldan rjóma? Er hægt að búa til smjör á þennan hátt með því að nota mjólk í staðinn fyrir rjóma?

Áfirnar þóttu gómsætur drykkur áður fyrr.

Loka glugga