Vefleiðangur um Indland, Kína, Krít, Spán, Túnis og Tyrkland

Kynning | Verkefni | Bjargir | Ferli | Mat | Niðurstaða

 

Kynning

Nú er komið að því að þú farir í ferðalag og kynnist framandi tónlist og menningu sex landa. Tilgangur ferðarinnar er að fá innsýn í menningarheim Indlands, Kína, Krítar, Spánar, Túnis eða Tyrklands. Veldu eitt eða fleiri af þessum löndum í samráði við kennarann.



Verkefni

Ferðaþjónusta hefur ráðið þig til að útbúa ferðakynningu um ferð til Indlands, Kína, Krítar, Spánar, Túnis eða Tyrklands. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna tónlist og menningu þeirra áfangastaða sem þú velur þér. Ferðakynningin má vera í formi kynningarbæklings, myndbands eða vefsíðu. Áður en hafist er handa við gerð kynningarefnisins verður þú að afla þér upplýsinga um þá staði sem þú velur þér.



Bjargir

  • Á vefsíðunum um Indland, Kína, Krít, Spán, Túnis og Tyrkland er að finna upplýsingar um áfangastaðina ásamt ítarefni.  

  • Á er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um ferðalög og áfangastaði.





Ferli

  1. Á vefsíðunum um Indland, Kína, Krít, Spán, Túnis og Tyrkland eru upplýsingar sem þú átt að kynna þér vel.

  2. Á vefsíðunum er líka ítarefni þar sem vísað er á aðrar vefsíður um sama efni. Þú getur einnig leitað að heimildum í bókum eða með aðstoð leitarvéla á internetinu.
     
  3. Ferðaskrifstofan biður þig að búa til ferðakynningu þar sem þú kynnir ferð til Indlands, Kína, Krítar, Spánar, Túnis eða Tyrklands fyrir almenningi.

  4. Þú velur í samráði við kennara í hvaða forriti þú vilt gera kynninguna. Til greina koma forrit eins og umbrotsforritið Publisher, myndbandsforritin Photo Story og Movie Maker og vefsíðuforritið Nvu.

  5. Þú átt að forvinna allan texta annaðhvort í Word eða handskrifa. Mundu að skrifa ekki beint upp úr heimildum.

  6. Gættu þess að fara yfir stafsetningu og orðalag eða fá einhvern til að lesa yfir textann.

  7. Vertu skapandi og nýttu hugmyndaflugið.

  8. Í kynningunni þarf að koma fram

    • fróðleikur um löndin sem þú valdir þér til dæmis ýmislegt sem tengist land og þjóð
    • umfjöllun um menningu og tónlist
    • hvaða markverðu staði á að skoða og sýna myndir af þeim
    • hvað sé merkilegt við staðina sem skoða á

Verkefnið má vinna sem samvinnu- eða einstaklingsverkefni. Hæfilegt er að tveir vinni saman ef um samvinnuverkefni er að ræða.



Efst á síðu >>




Mat

Námsmatið er byggt á sjálfsmati nemenda og umsögn og einkunn frá kennara. Metið er hversu vel nemendum hefur tekist að fara eftir fyrirmælum og hversu áhugaverð kynningin er. Þá er áhersla lögð á markvissa og skýra, tæknilega og efnislega framsetningu.



Efst á síðu >>



Niðurstaða

Markmiðið er að nemendur kynnist framandi menningu og tónlist. Einnig að þeir kynni tónlistina og það menningarlega samhengi sem hún er sprottin úr. Þá er líka markmið að nemendur læri að vinna úr upplýsingum og hagnýti sér margmiðlunartækni við verkefnavinnu.



Efst á síðu >>