10. bekkur - íslenska

Lýsing á hæfni nemenda við mörk hæfnieinkunna. Viðmið voru unnin vegna yfirferðar á samræmdum prófum.



Hæfnieinkunn A - 10. bekkur - íslenska


    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • geta lesið, skilið, túlkað og gagnrýnt nokkuð flókna og mismunandi texta
  • geta áttað sig á aðal- og aukaatriðum, tengslum efnisatriða og hafa náð nokkru valdi á dýpri merkingu þeirra
  • þekkja og geta beitt bókmenntahugtökum eftir því sem við á  
  • geta beitt nokkuð fjölbreyttum orðaforða og sýnt blæbrigði í málfari og stíl
  • geta notað og greint málfræðihugtök og einkenni orðflokka í vinnu með tungumálið
  • hafa gott vald á stafsetningu og notkun greinarmerkja
  • skilja og geta beitt algengum orðtökum og orðasamböndum
  • geta tjáð hugmyndir sínar og skoðanir, fært rök fyrir þeim og skipað efnisatriðum í samhengi
  • geta fylgt viðeigandi viðmiðum um uppbyggingu texta
Hæfnieinkunn B - 10. bekkur - íslenska


    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • hafa vald á lestri almennra texta
  • geta áttað sig á aðal- og aukaatriðum ásamt megindráttum í atburðarás
  • þekkja helstu bókmenntahugtök og einkenni ólíkra textategunda og hafa sæmilegt vald á að greina þau í einfaldari textum  
  • þekkja algengustu orðtök og orðasambönd og hafa sæmilegan orðaforða
  • geta sett fram hugmyndir og skoðanir á nokkuð skipulegan máta og skipað efnisatriðum yfirleitt í samhengi í einföldum texta
  • hafa sæmilegt vald á myndun máls- og efnisgreina og á stafsetningu og notkun greinarmerkja
  • hafa vald á einföldum málfræðihugtökum og einkennum orðflokka
Hæfnieinkunn C- 10. bekkur - íslenska

    Nemandi þarf að lágmarki að:

  • geta lesið styttri og léttari almenna texta með nokkrum skilningi og gert að einhverju leyti greinarmun á aðal- og aukaatriðum
  • þekkja einföld bókmenntahugtök þar sem þeim er beitt á augljósan hátt
  • hafa einfaldan orðaforða og nokkur orðtök og orðasambönd á valdi sínu  
  • geta sett fram hugmyndir
  • geta notað einfalt málfar og stafsett algengustu orðin
  • geta skrifað einfaldan texta