Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa skaltu leysa verkefnin.

Finndu orðið sem ekki passar.
                Reyndu eins oft og þú vilt.




Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

Geimveran
Pési fer út í garð.
Þar sér hann
lítið hús.

Hann hefur ekki
séð það áður.
Pési ber að dyrum
og heyrir tíst.
Hann opnar dyrnar
og kíkir inn.
Hann sér
stórt nef.
Hann sér auga
og svo sér hann
annað auga.
Að lokum sér hann
munn sem segir:

Hvað vilt þú?
Pési er hræddur.
Hann hefur ekki
séð svona áður.

En hann herðir upp
hugann og segir:
- Ég heiti Pési.
Ég er bara að gá
hver á heima
í þessu húsi.
Ég hef ekki
séð það fyrr.
Nú kemur haus
út um dyrnar.
- Í hvaða húsi?
spyr hausinn.
- Nú, þessu húsi
sem þú ert í,
svarar Pési og bendir.
- Þetta er ekki hús,
segir hausinn.
Nú koma hendur í ljós.
- Þetta er geim-far!
Ég er geim-vera
Pési sér fætur
og veran hoppar
út úr geim-farinu.
Nú finnst Pésa
gaman. Hann vill
eiga geimveru
fyrir vin.
- Viltu koma inn til
mín og fá þér kakó?
spyr hann.
Geim-veran
segir ekki neitt.
Hún lokar á eftir sér
og hoppar heim
að Pésa húsi.
Pési fer á undan
og opnar dyrnar.
Þau fara inn.

- Hvað heitir þú?
spyr Pési.
- Ég heiti Sísí,
svarar geim-veran kát.
Á meðan Pési
býr til kakó
fer Sísí inn
á bað.
Sísí greiðir sér
með tannbursta.
Hún étur sápu.
Hún pissar á gólfið.
Hún drekkur
vatn úr klóinu.
Svo fer hún
aftur fram.
- Takk fyrir mig,
segir hún við Pésa.
- Ég er södd.
Nú förum við
heim til mín.
Pési er hissa.
Hann veit ekki
hvað hann á að gera
við kakóið.
Hann fer á eftir Sísí
aftur út í garð.
Þau fara inn
í geim-farið.
Sísí ýtir á einn
rauðan takka og
einn bláan takka.
Þá verða mikil læti.
Geim-farið þýtur
með Pésa og Sísí
langt út í geim.
Þau eru ekki
enn komin
til baka.
Og enginn
drakk kakóið.
x