Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa eða hlusta skaltu leysa verkefnin efst.

Raðaðu stöfunum í rétt orð.

Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

Smelltu hér ef að þú vilt hjálp.

Kata
og ormarnir
- Má ég fá kisu? segir Kata.
- Nei, Kata mín, segir mamma.

- Má ég fá kanínu? segir Kata.
- Nei, Kata mín, segir pabbi.

- Má ég fá mús? segir Kata.
- Nei! segja mamma og pabbi í kór.
Kata er leið.
Hún fer út í garð.
Hún er súr á svip.

Hún er leið á að leika sér ein.
Hana langar að eiga vin
til að leika sér við.
Kata sér orm á grein.
Hann er að síga niður.

Ormur getur verið
gæludýr, hugsar Kata.
Ormur getur verið
gæludýrið mitt.
Ormurinn á að heita Muri.
Kata nær í krús.
Krúsin er húsið hans Mura.

Kata lætur lauf í krúsina.
Hún læðist með hana inn.
Muri á að búa undir rúmi.
Hann á að búa í krús undir rúmi.

Hann á að búa í krús
undir rúminu hennar Kötu.
Mura vantar vin, hugsar Kata.
Það er ekki gaman að vera einn.
Mura vantar vin í krúsina sína.

Kata og Muri fara saman út
og leita að ormum.
Þau leita á laufum.
Þau leita á greinum.
Þau leita í grasinu.

Kötu finnst gaman
að leita að ormum.
Hún finnur marga orma.
Nú á Muri vini.
Vinir hans búa líka í krús.

Þeir búa í krús undir rúmi.
Þeir búa í krús
undir rúminu hennar Kötu.
Kata fer út með ormana.
Hún fer með þá á róló.

Muri fær að kúra í vasa hennar.
Ormarnir róla og vega salt.
Kata gefur Mura og vinum hans mat.
Hún tínir lauf og nær í
melónu og baunir.

Ormarnir bora gat á allt
sem Kata gefur þeim.

Þeir éta meira og meira.
Þeir éta og éta allan daginn.
Kata les fyrir Mura og vini hans.
Hún les sögur um dýr.
Hún les sögur um vini.
Það er gaman að eiga dýr.
Það er líka gaman að eiga vin.
Kata ætlar að opna búð.
Hún ætlar að selja orma.
Hún ætlar að selja þá á eina krónu.

Kata málar á miða:
Ormar til sölu.
Pabbi Kötu er að sópa.
Hann sópar öll gólf.
Hann sópar undir rúmunum.
Hann sópar undir rúminu
hennar Kötu.
Nú er krúsin hans Mura tóm.
Hinar krúsirnar eru líka tómar.

Hvar er Muri?
Hvar eru vinir hans?
Kata leitar og leitar.
Hún leitar í skóm.
Hún leitar undir rúmi.
Hún leitar uppi á hillu.

Kata leitar um allt
að Mura og vinum hans.
Kata heyrir hávaða.
Mamma Kötu er að æpa.
Hún hefur séð orm í salati.

Pabbi Kötu æpir líka.
Hann hefur séð orm í osti.
Mamma og pabbi eru reið.
- Hvað eru þeir margir? segir pabbi.
- Hvað voru þeir margir? segir mamma.

Litli bróðir Kötu brosir.
Mamma leitar að ormum.
Pabbi leitar að ormum.

Kata leitar að ormum.
Hún leitar að Mura
og vinum hans.

Þau leita og leita.
Þau finna orm í baðinu.
Þau finna orm sem er að éta bók.
Þau finna orm undir sæng.
Það eru ormar út um allt.
Mamma, pabbi og Kata
fara með ormana út í garð.
Þeir eiga heima í garðinum.

Þar getur Kata heimsótt þá.
Þar getur Muri leikið við vini sína.
Kata lætur Mura á lauf.
- Bless Muri, segir hún.

Þá sér hún pöddu á grein.

Kata fær góða hugmynd.
Hún brosir.
Kata lætur pödduna í krús.
Paddan getur verið gæludýr,
hugsar hún.
Hún getur verið gæludýrið mitt.

Mamma lítur á krúsina.
Pabbi lítur á krúsina.
- Kata mín, þú mátt fá kisu,
segir mamma.

- Kata mín, þú mátt fá kanínu,
segir pabbi.

- Kata mín, þú mátt fá mús,
segja mamma og pabbi í kór.
x Ekki búið að velja orð.
x
x Veldu eitt orð.