Previous Page  3 / 6 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 6 Next Page
Page Background

A*

Einkunnin B+ merkir að nemandinn hefur náð meginþorra viðmiða B og

hluta þeirra viðmiða sem liggja til grundvallar einkunninni A. Það sama á

við umC+.

Fyrir nemendur sem stunda nám sitt að fullu eða að hluta eftir

einstaklingsnámskrá í samræmi við metnar sérþarfir eru einkunnirnar A,

B, C eða D stjörnumerktar * og skal gera grein fyrir frávikum frá námskrá

í hverju tilviki fyrir sig. Með stjörnumerkingu er enn betur tryggt að

nemendur fái námsframboð við hæfi í framhaldsskóla.

Sömu viðmið í öllum skólum

Í aðalnámskrá grunnskóla eru birt samræmd mats- og hæfniviðmið

fyrir 8.- 10. bekk sem lögð eru til grundvallar fyrir kennara við val á

kennsluaðferðum, námsefni og matsaðferðum í einstökum

námsgreinum eða sviðum. Þetta þýðir að skólar geta útfært

námsmat á mismunandi hátt en gæta skal samræmis við

aðalnámskrá í námsmati við lok grunnskóla og gefa einkunnir

samkvæmt því. Skólar taka því mið af sömu hæfni- og

matsviðmiðum samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.