Vefrallý um Indland 

Nú ferð þú í vefrallý um Indland og kynnir þér tónlist og menningu Indverja. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Hvað heitir þekktasta fljót Indlands?

 2. Að hvað mörgum ríkjum liggja landamæri Indlands?

 3. Hvaða ár hlaut Indland sjálfstæði?

 4. Kláraðu setninguna:
  Næst á eftir fjölskyldunni skiptir ættin mestu máli en samkvæmt hindúasið fæðist einstaklingur inn í ...


 5. Tvær meginstefnur eru í klassískri tónlist á Indlandi. Hvað heita þær?

 6. Indversk tónlist byggist á tveimur mikilvægum stoðum. Hvað heita þær?

 7. Tabla-trommur samanstanda af tveimur trommum. Hvað heita þær?

 8. Eitt vinsælasta strengjahljóðfæri Indlands sem er um 400 ára gamalt. Hvað heitir það?

 9. Í borginni Agra á Indlandi er að finna eina af fallegustu byggingum heims eða höll sem var byggð sem grafhýsi. Hvað heitir hún?

 10. Indverjar halda margar hátíðir og er ein þeirra yfirleitt haldin í október eða nóvember og er þá gefið frí í skólum. Hvað heitir sú hátíð?

 11. Skoðaðu myndbandið um indverska tónlist og segðu frá því sem vekur athygli þína?