Vefrallý um Kína  

Nú ferð þú í vefrallý um Kína og kynnir þér tónlist og menningu Kínverja. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Nefndu fernt af því sem Kínverjar eru þekktir fyrir að hafa fundið upp?

 2. Að hvað mörgum ríkjum liggja landamæri Kína?

 3. Hvenær eru áramót í Kína, samkvæmt okkar tímatali?

 4. Hvað eru klukkuspilsbjöllunar margar sem fundust árið 1978 í Hubei héraði í Mið-Kína?

 5. Hvar eru klukkuspilsbjöllur aðallega notaðar nú til dags?

 6. Hvaða hljóðfæri er eitt af vinsælustu strokhljóðfærum í Kína?

 7. Hvaða fjall eða fjallgarður er notaður sem fyrirmynd af hinum fljótandi Hallelújafjöllum í kvikmyndinni Avatar?

 8. Hvað er Kínamúrinn um það bil langur og hvað er talið að það hafi tekið mörg ár að byggja hann?

 9. Í mars árið 1974 var bóndi úr sveitunum, herra Yang, að grafa eftir vatni. Hvað fann hann þá fyrir tilviljun?

 10. Í hvaða borg í Kína voru Ólympíuleikarnir 2008 haldnir?

 11. Á vefsíðunni er að finna myndbönd með kínverskri tónlist. Þú átt að skoða myndböndin og lýsa tónlistinni og öðru því sem ber fyrir augu með þínum orðum.