Vefrallý um Krít  

Nú ferð þú í vefrallý um Krít og kynnir þér tónlist og menningu Krítverja. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Á Krít var tekin upp fræg kvikmynd og úr henni er þekkt lag sem ber sama nafn og myndin.
  Hvað heitir kvikmyndin og samnefnt lag?

 2. Hvað er talið að Krít eigi sér langa menningarlega sögu?

 3. Hvaða landi og heimsálfu tilheyrir Krít?

 4. Hverjar eru helstu tekjulindir Krítverja?

 5. Hvað heitir æðsti guðinn í grískri goðafræði?

 6. Einn af sonum æðsta guðsins var konungur yfir Krít.  Hvað hét sonurinn og hvað hét borgin sem hann bjó í?

 7. Finnið borgina Festos á landakortinu og segið frá þeim fornleifum sem þar hafa fundist.

 8. Frß hva­a tÝma er elsta skriflega heimildin um grÝska tˇnlist?

 9. Mantinades er ljóðform sem kemur fyrir í grískri tónlist og er iðkað af börnum og fullorðnum.
  Lýsið umfjöllunarefni þessa ljóðforms og út á hvað það gengur.

 10. Horfið á myndbútinn um Krít og lýsið tónlistinni og berið saman við þá tónlist sem þið eruð vön að hlusta á.

  - Hvað er líkt og hvað er ólíkt?
  - Hvað finnst ykkur einkenna tónlistina?
  - Rökstyðjið svörin.