Vefrallý um Spán  

Nú ferð þú í vefrallý um Spán og kynnir þér tónlist og menningu Andalúsíuhéraðs. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Í hvaða bæ er elsti nautaatshringur Spánar?

 2. Finnið á landakorti hvaða lönd liggja að landamærum Spánar?

 3. Hvað heitir höfuðborg Spánar?

 4. Hverjir eru márar og hvaðan koma þeir?

 5. Frá hvaða héraði er elsti knattspyrnuklúbbur Spánar (sjá landakort)?

 6. Fyrir hvað er Spánverjinn Pablo Picasso þekktur?

 7. Í dag er klassískur gítar með sex nælonstrengjum en úr hverju voru strengirnir upphaflega?

 8. Hljóðfærið Gajon er notað talsvert í flamenco-tónlist í dag en frá hvaða landi kemur það upphaflega?

 9. Flamenco-tónlistin tilheyrir upphaflega ákveðnum þjóðfélagshópi á Spáni. Hvað heitir sá þjóðfélagshópur?

 10. Um hvað fjalla textar flamenco-söngsins oftast?

 11. Á vefsíðunni er að finna myndbönd með flamenco-tónlist. Þar eigið þið að skoða myndböndin og lýsa tónlistinni og því sem ber fyrir sjónir.