Vefrallý um Túnis

Nú ferð þú í vefrallý um Túnis og kynnir þér tónlist og menningu Túnisbúa. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Í hvaða heimsálfu er Túnis?

 2. Hvaða lönd eiga landamæri að Túnis?

 3. Hvað heitir höfuðborg Túnis?

 4. Hverjir eru márar og hvaðan koma þeir?

 5. Hvað eiga fótboltaliðið Sevilla og márarnir sameiginlegt?

 6. Hvers konar tónlist er venjulega spiluð á hljóðfærið gasba?

 7. Hvaðan er maluftónlistin ættuð?

 8. Hvaða hljóðfæri er notað af hópi kvenna við dulrænar helgiathafnir sem eru helgaðar hinum heilaga Sid Ahmed Tijani?

 9. Á vefsíðunni um Túnis er kort af landinu og þar að finna þorpið Matmata. Hvað er athyglisvert við þetta litla þorp?

 10. Horfið á myndbútinn um Túnis og segið frá því sem vakti athygli ykkar eða áhuga.

 11. Horfið á myndbandið með söngkonunni Aminu og segið frá því hvort þið heyrið túnisk áhrif í tónlistinni og rökstyðjið svarið.