Vefrallý um Tyrkland  

Nú ferð þú í vefrallý um Tyrkland og kynnir þér tónlist og menningu Tyrkja. Það gerir þú með því að finna svör við eftirfarandi spurningum.

 1. Hvað heitir höfuðborg Tyrklands?

 2. Hvað heitir fjallið sem talið er að örkin hans Nóa hafi strandað á?

 3. Í hvaða heimsálfu er tyrkneska borgin Istanbúl?

 4. Hvaða ár öðlaðist Tyrkland sjálfstæði og hvað hét fyrsti forseti þess? 

 5. Finndu orðið sem vantar inn í textann og skrifaðu það í eyðuna. 

  Í klassískri tyrkneskri tónlist eru notaðir __________________, ólíkt vestrænni tónlist en hún er þó í meginatriðum uppbyggð á svipaðan hátt og sú vestræna. 

 6. Hvað heitir algengasta strengjahljóðfærið sem spilað er á í tyrkneskri þjóðlagatónlist? 

 7. Ein tromma er öðrum fremur mjög áberandi í tyrkneskri tónlist, hvað heitir hún? 

 8. Ljúktu við setninguna.

  Í tónlistarskjalasöfnum er að finna um 10.000 ___________________________________________________

 9. Í Kappadókíu er að finna minjar sem eiga sér engar hliðstæður í heiminum, hverjar eru þær (sjá sögukort)? 

 10. Hvaða þekktri persónu tengist biskupinn Nikulás sem bjó í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr.?

 11. Skoðaðu myndbandið um tyrkneska tónlist og segðu frá því sem vekur athygli þína?