Leiðbeiningar við skráningu vitnisburðar

Skrá skal nafn og kennitölu nemanda og nafn og kennitölu skóla auk ártals þegar skírteinið er gefið út.

Almennt eru einkunnir gefnar í bókstöfum en vorið 2016 er skólum heimilt að setja lokið við námsgrein sem nemandi hefur lokið í 8. eða 9. bekk.

 1. Gefa skal nemanda einkunn í 10 námsgreinum/greinasviðum auk valgreina.
  1. Ef nemandi fær einkunn fyrir íslensku sem annað mál eða íslenskt táknmál er það valið í felliglugga við greinina.
  2. Velja skal það Norðurlandamál (dönsku, norsku eða sænsku) sem nemandi fær einkunn fyrir úr viðkomandi felliglugga.
  3. Hafi nemandi undanþágu frá Norðurlandamáli er valin danska og síðan í einkunnaglugga „undanþága" og gefin skýring í skýringarreit.
 2. Ljúki nemandi námi í öðru móðurmáli en íslensku og er með undanþágu frá Norðurlandamáli þá er sett ólokið í Norðurlandamál og viðkomandi tungumál og einkunn sett í skýringar.
  1. Vilji skóli gefa nánari upplýsingar um hæfni á einstaka greinasviði er það gert í skýringarglugga. Það getur t.d. verið nánari sundurgreining námsgreina.
 3. Valgreinar eru færðar inn á síðu sem er í framhaldi af fyrstu síðu skírteinis. Skrá skal allar valgreinar nemanda á lokaári í grunnskóla og gefa einkunnir fyrir. Skólum er í sjálfsvald sett hvort þeir skrá valgreinar úr 8. og 9. bekk en það er æskilegt. Það er heimilt að nota lokið/ólokið í valgreinum.
 4. Þegar einkunn nemanda er D eða stjörnumerkt skal skrá matsviðmið sem liggja til grundvallar einkunnagjöf í skýringar.

Nánar er fjallað um námsmat og vitnisburð við lok grunnskóla á http://vefir.nams.is/namsmat/

Vörsluaðilar eins og Námfús og Mentor munu verða með útfærslu þessa skírteinis fyrir þá skóla sem þeir þjónusta en öllum er heimilt að nýta sér skírteini Menntamálastofnunar.