Matsviðmið


Í aðalnámskrá grunnskóla eru matsviðmið sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni. Matsviðmið eru lýsing á, hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni, á valdi sínu.

Í aðalnámskrá grunnskóla með greinasviðum sem kom út 2013 eru sett fram matsviðmið fyrir 10.bekk. Gert hefur verið ráð fyrir því að skólar setji sjálfir matsviðmið fyrir aðra árganga og geri grein fyrir þeim í skólanámskrá. Til þess að létta undir og styðja skóla við þá vinnu setti mennta- og menningarmálaráðuneytið saman verkefnahóp til þess að vinna að drögum að matsviðmiðum fyrir fjórða og sjöunda bekk sem verða síðan unnin áfram af sérfræðingum Menntamálastofnunar. Koma þau út með haustinu og verður hlutverk þeirra að vera leiðbeinandi og skólunum til stuðnings.

Matsviðmið lýsa hæfni á kvarða, notaður er kvarðinn:

Þessi kvarði kallast hæfnieinkunn


Matsviðmið í B eru byggð á hæfniviðmiðum í aðalnámskrá og framsetning þeirra er með þeim hætti, að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind. A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C fá þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D, því sá vitnisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda.

Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ sem getur nýst þegar nemendur hafa náð að hluta þeim viðmiðum sem lýst er í aðalnámskránni. Ekki verða útbúin matsviðmið fyrir þessa viðbót heldur gildir það að sá sem hefur náð meginþorra B matsviðmiða og náð einstökum þáttum í A getur fengið B+ og sá sem hefur náð meginþorra C matsviðmiða og einstökum þáttum í B getur fengið C +. A þýðir þannig ekki að nemandinn hafi getað t.d. 80% af verkefninu eða prófinu heldur að hann hafi getað leyst þau verkefni eða prófhluta sem kölluðu á flóknari hæfni en hin. Þennan matskvarða er skólum skylt að nota við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólar ákveða, að öðru leyti hvernig þeir haga námsmati og einkunnagjöf eða vitnisburði nemenda í öðrum árgöngum.

Vitnisburður við lok 10. bekkjar er hafður til hliðsjónar við innritun nemenda í framhaldsskóla og val á námsbrautum.


Matsviðmið í 10. bekk