Spurt og svarað


Svör við spurningum sem komu fram á „ Ertu klár“ umræðu og fræðslufundi SAMFOKS fimmtudaginn 12. nóvember sl.

Kynningaglærur sem fylgdu erindi Gylfa Jóns Gylfasonar, sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun.
Samkvæmt námskrá er gefin ein einkunn fyrir listgreinar og önnur fyrir verkgreinar við lok grunnskóla. Skólar geta skráð nánari upplýsingar í skýringar sem eru við hverja grein.
Samkvæmt námskrá er gefin ein einkunn fyrir skólaíþróttir við lok grunnskóla. Skólum er heimilt að setja nánari upplýsingar í dálkinn skýringar sem birtist við hverja grein.

Í list- og verkgreinum og valgreinum.

Nánari útskýring:

Í vitnisburðarskírteini er hægt að nota lokið/ólokið á öllum námssviðum og í valgreinum. Litið er á það sem tímabundna lausn hjá námssviðum en ekki hjá valgreinum.

  • Lokið
    getur átt við þegar nemandi hefur lokið við ákveðna námsgrein/námssvið í 8. eða 9. bekk og einkunn kemur úr öðru einkunnarkerfi, þá er hægt að skrá lokið/ólokið og setja einkunn í skýringar.
  • Ólokið
    getur átt við námssvið/námsgrein sem nemandi hefur fengið undanþágu frá af einhverjum ástæðum. Þegar það á við er hægt að skrá ástæður í skýringar. Ef nemandi hefur tekið aðra grein í staðinn þá er hægt að skrá í skýringar um hvaða námsgrein er að ræða og einkunn nemandans.
Samkvæmt námskrá er gefin ein einkunn fyrir skólaíþróttir við lok grunnskóla. Skólum er heimilt að setja nánari upplýsingar í dálkinn skýringar sem birtist við hverja grein.
Í 17. grein reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010 segir: „Þegar nemandi nýtur sérúrræða, skv. ákvæðum þessa kafla, skulu kennarar, og aðrir fagaðilar ásamt nemandanum og foreldrum hans, taka þátt í mótun og gerð tilfærsluáætlunar sem byggir á einstaklingsáætlun og öðrum gögnum og skal miða við að undirbúningur hennar hefjist í 9. bekk. Í áætluninni skulu vera upplýsingar um skólagöngu nemandans, núverandi aðstæður og stöðu og áform hans um frekara nám. Ennfremur aðrar upplýsingar vegna fyrirhugaðs náms hans við hæfi í framhaldsskóla og síðar fyrir þátttöku í atvinnulífi.“
Nei, aðeins þeir sem eru með einstaklingsbundin matsviðmið og eru því ekki metnir samkvæmt almennum matsviðmiðum aðalnámskrár. Skrá skal þessi einstaklingsbundnu matsviðmið sem liggja til grundvallar mati.
Nemandi með einstaklingsnámskrá, sem metinn er samkvæmt matsviðmiðum aðalnámskrár eins og aðrir nemendur, fellur ekki undir stjörnumerktan vitnisburð.
Skrá skal allar valgreinar sem nemandi stundaði á síðasta ári í grunnskóla. Ekki er skylda að skrá valgreinar úr 8.-9. bekk
Já, í vitnisburðarskírteininu eru möguleikar á námsmatinu A-D (A*-D*), lokið/ólokið eða talnakvarðinn 1–10.
Í vitnisburðarskírteininu eru möguleikar á námsmatinu A-D (A*-D*) lokið/ólokið eða tölustafi á skalanum 1–10. Það er ekki tímabundið. List- og verkgreinar eru hluti af námsgreinum/sviðum og þess vegna er þar um tímabundna lausn að ræða.
Nei, það verður að gefa eina einkunn fyrir skólaíþróttir en í skýringum er hægt að gera grein fyrir hvorri um sig ef þörf þykir.
Nei, stjörnumerking er notuð þegar nemendur eru með einstaklingsáætlun og metnir með einstaklingsviðmiðum sem víkja frá matsviðmiðum skóla. Plús er notað þegar nemandi er á mörkum hæfniviðmiða. Það er, þegar hann hefur náð matsviðmiðum C og meirihluta viðmiðum í B.
Nei, einkunnir nemenda dreifast ekki eftir normalkúrfu á bókstafina. Til dæmis má gera ráð fyrir að tiltölulega fáir nemendur fái A sem er skilgreint sem afburðahæfni en að flestir nemendur fái einkunnina B þar sem námsmatskvarðinn er skilgreindur þannig að nemandi sem fær einkunnina B hefur náð hæfniviðmiðum námskrár í samræmi við matsviðmið viðkomandi námssviðs.
Já, Menntamálastofnun hefur sett á laggirnar samráðshóp með fulltrúa kennara, skólastjórnenda, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Heimilis og skóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hópnum er ætlað að útbúa skýrar leiðbeiningar sem ætlaðar eru kennurum og stjórnendum. Þegar hópurinn hefur lokið störfum ber Menntamálastofnun ábyrgð á að kynna niðurstöður fyrir skólasamfélaginu, þ.e. kennurum, stjórnendum, foreldrum og nemendum. Niðurstöður verða kynntar með margvíslegum hætti, þar á meðal með fundum um land allt og á vefsíðu Menntamálastofnunar.
Samsvörun er á milli stiganna 1-4 og bókstafanna A, B, C, D. Þar sem A er 4, B+ er 3,75, B er 3, C + er 2,75 og C er 2 og svo framvegis. Markmiðið með tölustöfum á bak við hæfnieinkunnir er að einfalda skýrslugerð, rannsóknarvinnu og að geta dregið saman hæfni nemanda í eina tölu með einföldum meðaltalsútreikningi. Á skírteininu mun einungis koma sá bókstafur sem við á hverju sinni.
Það verður hægt að færa inn allar valgreinar sem nemandi stundaði, ótakmarkaðan fjölda og heiti valgreina (8-10 bekkjar). Jafnframt verður boðið upp á nokkra möguleika með skráningu á einkunnum í valgreinum svo sem lokið/ólokið.
Þar sem lýsing aðalnámskrár á hæfni er miðuð við B má búast við því að langstærstur hluti nemenda muni fá einkunnina B það er að segja, hafi náð þeim markmiðum sem sett eru fram í aðalnámskrá og verði því tilbúinn til náms í framhaldsskóla. Út frá skilgreiningu aðalnámskrár mun einungis lítill hluti nemenda fá einkunnina A sem lýsir framúrskarandi hæfni skv. námskránni. Á milli meðalnemandans sem fær B og afburðanemandans sem fær A eru nemendur sem hafa náð það stórum hluta hæfniviðmiða fyrir A að einkunnin B lýsir hæfni þeirra ekki nægilega vel, því hæfni þeirra er meiri en nemur skilgreiningunni á B. Þeir nemendur fá því einkunnina B+. Það er hlutverk kennara að skilgreina hvar mörkin á milli B og B + liggja. Ákveðin vísbending sem gott gæti verið að styðjast við er að B + er skilgreint sem 3,75, ekki 3,5. Nemandi sem fær B+ er því nær A í hæfni en B, sama með C+ það er nær B heldur en C.
Ekki er ætlast til að kennarar taki tillit til þess að námssvið hafi mismunandi vægi í viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá þegar kemur að stigagjöf. Sviðin hafa sama vægi í meðaltalsútreikningum. 4 + 4 í tveimur námssviðum er þá jafnt og 8 líkt og í dæminu í spurningunni. Ekki þarf að taka tillit til þess hvert vægi námssviða í viðmiðunarstundarskrá er. Lokaskírteinið á að innihalda vitnisburð fyrir öll námssvið aðalnámskrár nema lykilhæfni. Í flestum tilvikum er um eina einkunn í bókstöfum að ræða á útskriftarskírteini fyrir hvert námssvið. Erlend mál og list- og verkgreinar eru þar undantekning, gefa skal einkunn sérstaklega fyrir Norðurlandamál og ensku, list- og verkgreinar. Sennilegt er að þeir örfáu framhaldsskólar sem þurfa að velja á milli nemenda láti námssvið vega misþungt og er það framhaldskólans að ákveða það. Í því sambandi er vert að geta þess að almenn sátt virðist ríkja meðal háskóla á Íslandi og ólíkra deilda um að hæfni í íslensku, ensku og stærðfræði sé sérstaklega mikilvæg þegar kemur að inntöku í háskóla. Ekki er ólíklegt að sumir framhaldsskólar muni líta til þessa við mat sitt á nemendum.
Hæfniviðmið fyrir unglingastig og matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla miðast við lok grunnskóla. Bókstafseinkunnin við lok grunnskóla tekur því til þeirrar hæfni sem nemandinn býr yfir við útskrift. Hafi hins vegar nemandi lokið námi á tilteknu námssviði t.d. í 9. bekk þá miðast bókstafseinkunnin við þá hæfni sem nemandi bjó yfir við lok 9. bekkjar.
Rétt er að geta þess að með breytingu á aðalnámskrá sem gerð var í haust og birt í Stjórnartíðindum og á vef ráðuneytisins (Sjá hér) þá er m.a. fellt út ákvæði um að hægt sé að laga kvarðann að þörfum skólans og aðstæðum hverju sinni. Ekki má víkja frá matsviðmiðum þannig að veruleg frávik verði frá skilgreiningu aðalnámskrár á A, B, C og hæfni. Skólar mega því ekki ákveða hvað í matsviðmiðunum þeir nota og hvað ekki, t.d með því að víkka eða þrengja skilgreiningu á A þannig að hún rúmist ekki lengur innan ramma aðalnámskrár.
Frelsi skólans felst fyrst og fremst í túlkun á viðmiðunum og skilgreiningu á því hvar mörk A og B hæfni liggja svo dæmi sé tekið en ekki að breyta skilgreiningu á hæfniviðmiðum og kvörðum. Grunnskólar eru ábyrgir fyrir því að mat sé réttmætt og áreiðanlegt (sjá bls. 57 í aðalnámskrá) og að matið veiti nemendum, foreldrum, kennurum og framhaldsskólum bestu leiðsögn þegar kemur að námi í framhaldsskóla. Veruleg frávik frá meginskilningi aðalnámskrár á námskvarða rýra bæði réttmæti og áreiðanleika matsins og þar með gæði leiðsagnarinnar og sú leið er því augljóslega ekki fær.
Já, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og framhaldsskóla má gera ráð fyrir því að nemendur sem fá hæfnieinkunnina B fari inn á 2. hæfniþrep í framhaldsskóla. Framhaldsskólar eiga að taka tillit til allra námssviða. Mat á því hvaða þrep hentar best hverjum og einum nemanda er í höndum viðkomandi framhaldsskóla innan þeirra marka sem reglugerðir og samningar kveða á um. Sjá nánar í breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla sem hefur nýlega verið kynnt í Stjórnartíðindum, bls. 67 (Sjá hér)
Já, sá skilningur er réttur. Þar sem fleiri umsækjendur eru um skólavist en viðkomandi skóli getur tekið við. Í ljósi þess getur skólinn sett sér strangari inntökuskilyrði, líkt og tíðkast hefur undanfarin ár.
Ekki er ljóst af hverju ákveðnir framhaldsskólar virðast ekki treysta nýju einkunnakerfi. Í því sambandi er vert að nefna að gamla einkunnakerfið hafði sína galla, til dæmis eru sterkar vísbendingar um að einkunnir á ákveðnum námssviðum hafi ekki verið sambærilegar milli skóla. Vert er að geta þess að í nýja kerfinu er líkt og áður hægt að nota tölulegar útfærslur til að meta nemendur og greina á milli þeirra kennurum til hægðarauka við fyrirgjöf en einungis bókstafir verða á skírteininu.
Umræða um að erfitt sé að innrita nemendur inn í framhaldsskóla er að öllum líkindum háværari en efni standa til miðað við innritun í framhaldsskóla haustið 2015. 85% nemenda eða samtals 3657 komust inn í þann skóla sem þeir settu í fyrsta val. 13 % til viðbótar eða 581 nemandi komst inn á annað val og einungis 2% eða 90 nemendur voru í þeirri stöðu að komast ekki inn í þá skóla sem settir voru í fyrsta og annað val.
Hæfniprófin munu endurspegla hæfniviðmið eins og þau eru sett fram í aðalnámskrá grunnskóla. Prófspurningar munu því taka mið af þeim.