Um vefinn
Dæmi um vinnuferli

Námsgagnastofnun

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið

XTil kennara

 

  Um vefinn
 

Vefurinn Á ferð um samfélagið er hluti af námsefninu Þjóðfélagsfræði fyrir 10. bekk. Í námsbókinni eru fjórir hlutar og skiptist hver þeirra í nokkra undirkafla. Sömu kaflaskiptingu er haldið á vefnum nema hvað fimmti kaflinn bætist við.

Hér á vefnum má finna verkefni fyrir nemendur sem tengjast bæði efni bókarinnar og ítarefni kaflans á vefnum. Einnig er í mörgum verkefnum ætlast til þess að nemendur leiti markvisst á Netinu að upplýsingum ýmist á þeim tenglum sem gefnir eru upp í verkefninu eða í almennri leit á Netinu.

Nemendur setja síðan fram eigin niðurstöður, ályktanir eða skoðanir eftir því sem gert er ráð fyrir í verkefninu eða kennari ákveður hverju sinni. Til þess nota þau ritvinnslu- eða kynningarforrit. Í kaflanum Eigin rannsóknir er sérstaklega bent á að nota forrritið Spurnir frá Námsgagnastofnun sem er handhægt verkfæri til að búa til kannanir og spurningalista og vinna úr þeim upplýsingar m.a. í formi ýmiss konar grafa.

Vefurinn er þannig úr garði gerður að auðvelt er að prenta út valda kafla eða greinar eða afrita yfir í eigin skjöl. Athygli er þó vakin á höfundarétti og nauðsyn þess að geta heimilda þegar slíkt er gert.

Allar ábendingar vel þegnar. Sendið tölvupóst til Ellenar Klöru Eyjólfsdóttur