Verður heimurinn betri - page 84

VERÐUR HEIMURINN BETRI? Svarið ræðst af því hvern
þú spyrð og hvað þú kýst að bera saman.
Einhverjir myndu svara því að ástandið í heiminum hafi
aldrei verið betra: fleiri og fleiri kunna að lesa og skrifa,
hlutfall fátækra lækkar, fleiri hafa aðgang að hreinu vatni
og ævilíkur aukast næstum því alls staðar í heiminum.
Aðrir munu svara að óréttlæti hafi aldrei verið meira í
heiminum, að munur á þeim fátækustu og ríkustu fari
vaxandi og að þróunin sé hægari í dag en hún var fyrir 20
árum.
Í þessari bók er stuðst við nýjar tölur til að lýsa þróun
heimsins undanfarna áratugi.
Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, starfar í
177 löndum og er hnattrænt tengslanet um þróun
lífskjara.Við tengjum lönd með þekkingu, reynslu og
fjármagni sem styður fólk til að bæta líf sitt.
Sími: 08-545 232 50
Netfang:
Empowered lives.
Resilient nations.
1...,74,75,76,77,78,79,80,81,82,83 84
Powered by FlippingBook