Verkefni
Að vera unglingur:
Verkefni 1
Verkefni 2

Menntun:
Verkefni 1
Verkefni 2

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
..Réttindi og skyldur
  Að vera unglingur - Verkefni 2
 

Notaður forritið Spurnir til að búa til spurningalistann fyrir eftirfarandi könnun og vinna úr svörunum.

Verkefni og skyldur heima fyrir

Ég er í ___ bekk

Merktu kross í viðeigandi reiti ég er strákur ( ) stelpa ( )
ég bý í þéttbýli ( ) dreifbýli ( )
ég bý með öðru foreldri ( ) báðum foreldrum ( )

Merktu við ef þú gerir eftirfarandi einu sinni í viku eða oftar
( ) tek til í herberginu mínu
( ) tek til í öðrum herbergjum en mínu eigin
( ) þvæ þvott
( ) þvæ upp
( ) set leirtau í uppþvottavélina
( ) geng frá leirtaui úr uppþvottavélinni
( ) sæki systkini í leikskólann
( ) tek þátt í garðvinnu, sópa stéttir eða moka snjó
( ) þvæ bílinn
( ) smyr nesti
( ) fer út með ruslið
( ) elda
( ) ryksuga
( ) versla í matinn
( ) ryksuga, skúra og þurrka af í stofu og öðru sameiginlegu rými

Takk fyrir þátttökuna

Ef könnunin er bara lögð fyrir í ykkar bekk getur verið skemmtilegt að gera samanburð á svörunum út frá kyni. Ef könnunin nær til fleiri bekkja innan skólans er gagnlegt að skoða fyrir utan kyn, hvort mikill munur sé á milli aldurshópa. Ef könnunin nær út fyrir skólann, er áhugavert að skoða hvort búseta skipti máli og hvort munur sé á nemendum sem koma úr þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar.

1. Þú vilt komast að því hvort strákar og stelpur hegði sér ólíkt. Beittu athugunaraðferðinni og skoðaðu hegðun kynjanna í frímínútum á skólalóðinni. Hvernig hegða strákarnir sér? Hvernig hegða stelpurnar sér? Er eðlilegt eða æskilegt að þú segir frá fyrirfram að þú sért að rannsaka kynbundin hegðunarmun? Hverjir eru kostir og gallar þess að láta vita/láta ekki vita hvað maður er að kanna?

2. Þú ætlar að rannsaka hvernig var að vera ungur á fyrri hluta tuttugustu aldar og ákveður að beita viðtalsaðferðinni. Búðu til fimm til tíu spurningar sem þú leggur síðan fyrir afa þinn og ömmu. Dæmi: Hvernig skemmtu unglingar sér?

3. Komu niðurstöður úr könnuninni um verkefni og skyldur heima fyrir á óvart? Hverjar gætu verið ástæður mismunandi niðurstaðna?