Andlát

Íslam / Siðir / Andlát

Sækja pdf-skjal

 

Við andlát frelsast múslimar undan áhyggjum lífsins. Múslimar eru alltaf grafnir en ekki brenndir því þeir trúa á upprisuna. Dómsdagur nefnist sá dagur sem þeir trúa að þeir muni rísa upp og verða að standa andspænis Guði og standa skil á gerðum sínum. Mikilvægt er að fara eftir vilja Guðs hvort sem er í hugsunum eða gerðum því á dómsdegi ræðst hvort þú ferð til paradísar eða helvítis. Það er því undir þér sjálfum komið á hvorum staðnum þú lendir, en Guð mun skera úr um það á dómsdegi.

Hér á Íslandi hafa múslimar haft sérstakan grafreit í Gufuneskirkjugarði síðan árið 1992. Múslimar fá einnig afnot af kapellunni í Fossvogi þar sem þeir halda minningarathöfn áður en greftrunin fer fram.

Við greftrun snýr andlit hins látna í átt að Mekku.