Ungdómurinn

Íslam / Siðir / Ungdómurinn

Sækja pdf-skjal

 

Íslamskir foreldrar sjá fyrst og fremst um að kenna börnum sínum siði og venjur íslams. Á hverjum sunnudegi er samt líka samverustund fyrir krakka í mosku þar sem fræðst er um trúna, sungið og leikið sér.

Í þeim löndum þar sem íslam eru ríkjandi trúarbrögð er Kóraninn kenndur í skólunum en í öðrum löndum býðst krökkum að fara í moskurnar utan skólatíma og læra þar Kóraninn. Mikil áhersla er lögð á að læra Kóraninn utanbókar og að bera virðingu fyrir hinum fullorðnu.

Þegar börn ná unglingsaldri er farið að gera sömu kröfur til þeirra og hinna fullorðnu hvað varðar trúarlegar skyldur. Auk þess aukast skyldur þeirra til að taka þátt í samfélagi fjölskyldunnar en engar ungdómsvígslur eiga sér stað meðal múslima. Börn eða unglingar byrja að taka þátt í föstunni þegar þau treysta sér til þess. Fyrst byrja þau að fasta í stutta stund í einu en svo smá saman eykst það eftir því sem þau eldast. Hins vegar eiga ung börn, barnshafandi konur og veikt fólk ekki að taka þátt í föstunni.