Table of Contents Table of Contents
Previous Page  75 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 75 / 92 Next Page
Page Background

73

Fjölbreytt samsetning hópa

Mikilvægt er að breyta reglulega samsetningu í hópum og paravinnu.

Þegar hópaskiptingin er gerð skemmtileg verða nemendur oft jákvæðari

gagnvart því að fara í nýjan hóp, auk þess sem aðferðin getur vakið

athygli á því að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Dæmi um leiðir til að

para nemendur eða setja þá í hópa:

Nemendur eru beðnir að raða sér í beina röð á beina línu (t.d. krít

eða málaralímband). Kennarinn segir þeim að nú eigi þeir að raða

sér á línuna eftir aldri, þeir sem eru fæddir fyrst standa fremst og

svo koll af kolli þar til sá yngsti stendur aftast á línunni. Það eru tvær

reglur, það er bannað að tala og maður þarf alltaf að snerta línuna

en það má nota fingur og önnur tákn. Þegar talið er að röðin sé rétt

byrjar elsti nemandinn á því að upplýsa hvenær hann á afmæli og

síðan koll af kolli. Ef þörf er á er röðin leiðrétt. Kennarinn biður þá

fjóra sem eru fyrstir að fara saman í hóp, síðan næstu fjóra og svo

koll af kolli. Það má einnig telja í hópana þannig að t.d. fimmti hver

nemandi verði saman í hóp.

Nemendur eru beðnir að mynda fjögurra manna hóp með öðrum

sem eiga mömmu sem hefur sama upphafsstaf í nafninu sínu.

Nemendur eru beðnir að mynda fjögurra manna hóp með öðrum

sem hafa sömu þversummu í afmælisdegi sínum.

Kennarinn klippir ljóð niður í línur. Hver nemandi fær eina línu.

Nemendur sem mynda sama ljóð eru saman í hópi. Svipað má gera

með reiknisdæmi og ljósmyndir svo nokkuð sé nefnt.

Bækur, vefir og verkefni

10.3

Hér eru fáein dæmi um bækur, vefi og verkefni sem styðjast má við í

forvörnum gegn ofbeldi: Sumt af þessu efni er á heimildaskrá enda að

nokkru byggt á því.

Baginsky. M. (2008).

Safeguarding Children and Schools

. London og

Philadelphia: Jessica Kingsley Publishers.

Davíð Á. Stefánsson. (2012).

Skilaboð móttekin

. Umfjöllun um auglýsinga- og

fjölmiðlalæsi. Námsgagnastofnun.