skali1b_nem_flettibok - page 11

Kafli 4 • Tölfræði
9
4.2
Gerðu yfirlit yfir hvaða fög bekkjarfélögum þínum finnst skemmtilegust.
4.3
Eftir keppni í sjóstangaveiði kom í ljós að fjöldi
fiska, sem veiðimenn veiddu, var eftirfarandi:
0, 1, 0, 3, 1, 0, 0, 1, 2, 1, 0, 0, 1, 1, 0, 0, 2,
3, 1, 0, 0, 0, 0, 2, 3, 0, 4, 2, 0, 0
a
Hve margir þátttakendur voru í keppninni?
b
Búðu til tíðnitöflu sem sýnir hve margir
þátttakendur fengu 0, 1, 2, 3 eða 4 fiska.
c
Hve marga fiska fengu þátttakendur samtals?
Oft eru notuð súlurit til að bera saman tíðni. Súlurit er teiknað í hnitakerfi og
samanstendur af súlum sem eru jafn breiðar. Milli súlnanna eru bil. Hæðin á þeim
sýnir tíðni eða fjölda.
4.4
Bekkjardeild nokkur kannar hve marga farsíma nemendurnir hafa átt.
Niðurstöður eru þessar:
2, 1, 4, 0, 1, 3, 2, 1, 3, 2, 5, 2, 3, 1, 3, 2, 2, 2, 1, 1, 1, 4, 2, 0
a
Gerðu tíðnitöflu sem sýnir hve margir nemendur hafa átt 0, 1, 2, 3, 4 og
5 farsíma.
b
Gerðu súlurit út frá upplýsingunum í tíðnitöflunni.
c
Hvaða fjöldi farsíma er algengastur?
d
Hve margir nemendur hafa átt fleiri en einn síma?
4.5
Fimm stelpur selja kökubox fyrir handboltalið sitt.
Súluritið sýnir hve mörg box hver þeirra selur.
a
Hve mörg box selur Stína?
b
Hver stelpnanna selur 8 box?
Tvær stelpnanna selja samtals jafn mörg box
og sú sem selur flest box.
c
Hvaða tvær stelpur eru það?
6
4
2
8
10
12
14
Agnes Birna Klara Stína Erna
0
Fjöldi
16
Súlurit er
einnig kallað
stöplarit.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...140
Powered by FlippingBook