Hátíðir gyðingdóms

Hátíðir gyðinga skapa tilhlökkun enda eru þær samverustundir fjölskyldunnar og hafa því mikið gildi. Áður fyrr voru hátíðir í tengslum við árstíðirnar en seinna urðu þær til að minnast mikilvægra atburða í sögunni. Mikil áhersla er lögð á frásagnir á hátíðarstundum og á þann hátt fræðast börnin um trúna og sögu Ísraelsþjóðar.

Dagatal gyðinga miðast við tunglið, það er hver mánuður byrjar með nýju tungli. Í tólf mánaða ári tunglsins eru 354 dagar sem er ellefu dögum styttra heldur en sólárið. Mánuðirnir í tunglárinu eru því breytilegir miðað við sólárið og það sama gildir um hátíðarnar.  En til þess að hátíðisdagar séu á réttum árstíðum þá er einum mánuði bætt við árið, sjö sinnum á hverjum nítján árum.

Nýárshátíðin eða rosh hashana stendur í tvo daga og er haldin að hausti, í september eða október. Við upphaf hennar ...

Friðþægingardagurinn eða jom kippur er haldin tíu dögum eftir nýársdaginn. Þessi dagur er helgastur allra helgidaga og ...

Laufskálahátíðin eða sukkot er þakkarhátíð og haldin að hausti og stendur í níu daga. Hér áður fyrr var algengt að ...

Ljósahátíð eða hanukka er haldin í desember og er haldin til að minnast þess þegar tókst að frelsa Jerúsalem undan ...

Það er líf og fjör á Púrímhátíðinni. Þá klæða menn sig í furðuföt og safnast saman til að hlusta á frásögnina um ...

Mikilvægasta hátíð gyðinga eru páskarnir eða pesach. Þá minnast þeir þess tíma þegar forfeðurnir voru þrælar í ...

Viknahátíðin eða shavuot er haldin sjö vikum eftir páska. Upphaflega var hátíðin í tilefni sumar uppskeru á korni en ...

Hér er gagnvirkt eyðufyllingaverkefni sem tengist efni þessa kafla.

Hér er gagnvirkt tengiverkefni sem tengist efni þessa kafla.