Ljósahátíð

Gyðingdómur / Hátíðir / Ljósahátíð

Sækja pdf-skjal

 

Ester hanukkaer haldin í desember til að minnast þess þegar tókst að frelsa Jerúsalem undan Sýrlendingum árið 164 f. Kr og ljósið í musterinu fór aftur að loga. Ljósahátíðin er haldin í átta daga því sagan segir að þegar kveikja átti ljósið á ný í musterinu var aðeins til olía í einn dag en það logaði þó í átta daga eða þar til tókst að útvega meiri olíu.

Hægt er að lesa meira um þessa atburði í kaflanum: Forsaga gyðingdóms > Endurvígsla musterisins.

Á hverju kvöldi kemur fjölskyldan saman og kveikir á einu kerti og börnin fá litlar gjafir. Mikil gleði fylgir þessari hátíð og farið er í leiki og mikið sungið. Kertin loga í níu arma kertastjaka er svipar til þess stjaka sem stóð í musterinu til forna í Jerúsalem. Kveikt er á einu kerti á hverju kvöldi í þessa átta daga en níundi armurinn er fyrir kertið sem notað er til að kveikja á hinum kertunum með.

Hér á Íslandi er haldið upp á þessa hátíð og lendir hún öðru hvoru megin við jólahátíð kristinna manna þar sem gyðingar fylgja tunglárinu en kristnir sólárinu.