Table of Contents Table of Contents
Previous Page  23 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 23 / 92 Next Page
Page Background

21

og í barnshuganum geta atburðir sem fullorðnir telja átakalítil samskipti

á heimilinu, t.d. rifrildi foreldra, haft meiri áhrif en marga grunar.

Iwaniec, Larkin og Higgins (2006) bentu á að margir félagslegir og sál-

rænir þættir hefðu áhrif á hversu vel börn geta tekist á við það að búa

við ofbeldi. Þar er t.d. átt við sjálfsmynd barns, trú á eigin getu, eiginleika

þess til að takast á við álag (e.

coping

), tengsl við aðra fullorðna en of-

beldismanninn. Þegar þessir þættir eru veikburða hjá barni er almennt

talað um áhættu í fari þess eða nærumhverfinu, en hjá sumum börnum

vega verndandi þættir talsvert eða að hluta til upp á móti slíku (Guðrún

Kristinsdóttir, 2000). Einn slíkur verndandi þáttur er annar fullorðinn

sem barnið á í reglulegum samskiptum við og tengist. Þannig geta t.d.

kennarar og íþróttaþjálfarar verið mikilvægir í lífi barns. Einnig geta

jákvæðir þættir í uppeldi foreldra haft svipuð áhrif og hafa þar sérstaklega

verið nefndir leiðandi uppeldishættir (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007).

Algeng form illrar meðferðar

3.3

á börnum

Vart þarf að taka fram að

allt ofbeldi gegn barni er refsivert (Barna-

verndarlög, nr. 80, 2002).

Þekktustu form ofbeldis gegn börnum eru

andlegt, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi. Vanræksla fellur undir illa

meðferð á börnum, samanber hið þekkta hugtak „ofbeldi og vanræksla“

(e.

child abuse and neglect

eða

CAN

). Í umfjöllun um börn og misbeitingu

gegn börnum eru flokkanir algengar (Miller-Perrin og Perrin, 2007).

Þær eru eðli máls samkvæmt einfaldanir og háðar skýringarlíkönum

(NOU, 2003) en geta verið gagnlegar. Eftirfarandi kaflar fjalla um þessi

algengu form í stuttu máli.

Andlegt ofbeldi

Andlegt/tilfinningalegt ofbeldi á heimili felst í því að hafna barni eða

einangra það, niðurlægja eða hunsa, binda barn niður eða loka inni, eða

í annarri hegðun sem umsjáraðili barns beitir og sem veldur sálrænum

skaða. Þetta nær jafnframt yfir hótanir um barsmíðar, kynferðisofbeldi

eða að barnið verði yfirgefið. Það nær einnig yfir aðra misbeitingu,

svo sem að neita barni um umhyggju, mat, svefn eða aðrar nauðsynjar

í refsingarskyni (Miller-Perrin og Perrin, 2007). Sífelldar átölur og að

öskrað er á barnið eru dæmi um andlegt ofbeldi.

Kennarar og aðrir

fullorðnir sem barn

á í reglulegum sam-

skiptum við geta

skipt sköpum í lífi

barns sem býr við

ofbeldi

Vanræksla fellur

undir illa meðferð

á börnum