Table of Contents Table of Contents
Previous Page  18 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 18 / 92 Next Page
Page Background

16

3

Börn sem búa við

ofbeldi á heimilum

Í þessum kafla er fjallað um algeng form illrar meðferðar á börnum og

um áhrif og afleiðingar hennar. Einnig eru rædd þau merki sem starfslið

skóla ætti að lesa í ef það grunar að barn eigi við slíkan vanda að etja. En

fyrst er stutt yfirlit yfir rannsóknir á heimilisofbeldi.

Merking orðsins „heimilisofbeldi“ ræðst af menningu, ólíkum kenningum

og skýringum (Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Heimilisofbeldi snýst „í

grundvallaratriðum alltaf um það sama, þ.e. valdbeitingu í kúgunarskyni

gagnvart manneskju sem tengd er geranda tilfinningaböndum.“ (Ingólfur

V. Gíslason, 2008, bls. 17). Þarna er líka bent á að heimilisofbeldi er ekki

einstakur atburður heldur ferli. Þetta er mikilvægt því að í heimilisof-

beldi felst kerfisbundin hegðun sem er undir samfélagslegum áhrifum. Í

þessari valdbeitingu getur falist ofstjórn, eftirlit, tilburðir til einangrunar

eða kúgunar af ýmsu tagi og ofsóknir.

Heimilisofbeldi er

ekki einstakur

atburður heldur

ferli og í því felst

kerfisbundin hegðun