Table of Contents Table of Contents
Previous Page  16 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 92 Next Page
Page Background

14

Nemendur sem þarfnast

2.2

sérstakrar umhyggju

Varasamt getur verið að benda á tiltekna hópa barna sem þarfnast um-

hyggju umfram önnur, í því felst óréttmæt alhæfing því innan hvers hóps

eru ólíkir einstaklingar. Einnig getur það beint athyglinni frá öðrum

börnum sem þurfa á stuðningi að halda.

Miller og Raymond (2008) benda þó á að fötluð börn eru í meiri hættu

en önnur með að verða fyrir ofbeldi af öllum toga. Nauðsynlegt er að

skólinn finni leið til að veita fötluðum nemendum þá vernd sem þeir

eiga rétt á en jafnframt þarf að gæta þess að ganga ekki svo langt að það

hamli frelsi og virðingu nemandans.

Kennarar þurfa einnig að vera sérstaklega vakandi fyrir nemendummeð

hegðunar- og samskiptavanda. Þegar í leikskóla hafa mörg þessara barna

þurft að þola fjölda ósigra í samskiptum sínum við önnur börn og full-

orðna, þau eiga oft erfitt með að eignast vini og sjálfstraust þeirra er

takmarkað. Viðhorf kennarans til barnsins hafa áhrif á hegðun þess og

félagslega og námslega aðlögun. Sé kennarinn ekki stöðugt á verði geta

nemendurnir í bekknum skynjað neikvæð viðhorf hans og jafnvel túlk-

að þau sem samþykki fyrir höfnun þeirra á viðkomandi nemanda.

Hópur sem hefur þurft að mæta fordómum í samfélaginu eru þeir sem

vegna uppruna síns, trúarbragða og/eða tungumáls skera sig úr fjöld-

anum. Þar til fyrir fáeinum árum var íslenskt skólasamfélag einsleitt en

aukin hnattvæðing og fólksflutningar á milli landa hafa leitt til meiri

fjölbreytileika í íslensku skólasamfélagi (Hanna Ragnarsdóttir og Elsa

Sigríður Jónsdóttir, 2010). Í upphafi var þessum nýju nemendum stundum

komið fyrir í sérdeildum sem sérhæfðu sig í að kenna þeim nýja málið,

oft án þess að huga að félagslegri þátttöku barnanna í samfélagi skólans

Þessi aðgreining var stundum útskýrð með málshættinum „lík börn leika

best“ sem vafalaust stuðlar að styrkingu staðalmynda og byggir undir

„öðrun“. Slíkar áherslur hafa verið á undanhaldi enda samræmast þær

ekki hugmyndum um skóla án aðgreiningar.

Enn einn hópurinn sem hér verður nefndur er hinsegin fólk en þöggun

er ein algengasta birtingarmynd fordóma gagnvart hinsegin fólki. Þetta

er kallað heterósexismi. Heterósexismi gerir ráð fyrir að allir séu gagn-

kynhneigðir og eigi þannig foreldra. Að mati Jóns I. Kjaran og Ingólfs

Börn mæta oft

fordómum vegna

fötlunar, samskipta-

og hegðunarvanda,

kynhneigðar eða

annars, þessi börn

þarfnast sérstakrar

umhyggju