Table of Contents Table of Contents
Previous Page  14 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 14 / 92 Next Page
Page Background

12

2

Fordómar

Svo lengi semmenn muna hafa fordómar verið ein meginorsök ofbeld-

is. Þeir sem beita ofbeldi telja sig jafnan vera af réttum uppruna, með

rétta trú, skoðanir, útlit, kynferði, kynhneigð eða af „betri“ stétt, svo

eitthvað sé nefnt. Fordómar beinast gegn einstaklingum, hópum, þjóð-

um eða þjóðarbrotum og fá stundum útrás í líkamlegu ofbeldi og mann-

drápum en einnig skerðingu á mannréttindum, útilokun, fyrirlitningu

og vanmati. Stjórnvöld styðja stundum fordóma og þeir eru að meira

eða minna leyti umbornir í samfélaginu. Óttinn við að tapa forréttindum

eða stöðugleika liggur oft að baki fordómum og menn beina spjótum

sínum að einstaklingum eða hópum sem talin er standa ógn af. Þessi

nálgun hefur stundum verið nefnd „öðrun“, þar er vísað til ferlis þar sem

menn beita aðra útilokun eða kúgun til að tryggja eigin ímynd og stöðu.

Með því að gera aðra tortryggilega upphefjum við okkur sjálf og réttlæt-

um hegðun okkar. Stimplun og „öðrun“ hefur því áhrif á sjálfsmynd

einstaklinga og hvernig aðrir í umhverfinu upplifa þá (Dóra Bjarnason

og Gretar L. Marinósson, 2007). Að mati Kimmels (2013) kunna ofbeld-

isfullar hótanir öfgafullra andfeminista á samfélagsmiðlum að stýrast af

ótta sumra karlmanna við að missa lífsgæði og völd ef jafnrétti kynjanna

Fordómar eru

meginorsök

ofbeldis