Table of Contents Table of Contents
Previous Page  9 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 92 Next Page
Page Background

7

Inngangur

Ofbeldi er skýlaust mannréttindabrot og víðtækt samfélagsmál. Alkunna

er að ofbeldi hefur neikvæð áhrif á líðan barna, þroska þeirra, félagstengsl,

menntun og heilsufar hvort sem þau verða fyrir því sjálf eða verða vitni

að því. Alvarleiki málsins kemur skýrt fram hjá Alþjóðaheilbrigðismála-

stofnuninni um aðgerðaráætlanir gegn heimilisofbeldi (WHO, 2010), í

Lanzarotesamningunum (Evrópuráðið, 2007) og hjá baráttusamtökum,

svo sem Barnaheillum, Save the Children á Íslandi og Barnahjálp SÞ.

Ofbeldi á sér samfélagslegar rætur og tengist fordómum, staðalmyndum

og goðsögnum. Menntastofnanir á öllum skólastigum ættu að láta sig

varða ofbeldi gegn nemendum. Ofbeldi sem beinist að börnum getur

haft umtalsverð áhrif á starf kennara og annars starfsliðs skóla. Ætla má

að þeir sem starfa í skólum þekki nokkuð til áhrifa og afleiðinga ofbeld-

is en hafi þó ef til vill ekki nægjanlega þekkingu á viðeigandi viðbrögð-

um við slíkri vá.

Handbókinni er ætlað að auðvelda kennurum og öðru starfsfólki skóla

að sporna gegn ofbeldi sem snertir börn. Rætt er um hvers kyns ofbeldi

sem börn verða fyrir, á heimilum, í vinahópi, skóla, á netinu og víðar.

Efnið miðast við að það gagnist á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Í bókinni eru ráð og ábendingar um viðbrögð þegar uppvíst verður um

ofbeldi gegn barni og yfirlit yfir náms- og fræðsluefni.

Ofbeldi eins og það snertir börn snýr að líðan þeirra og félagsmótun.

Umfjöllun um efnið hefur aukist og má því vænta að börn og unglingar

verði þess meira áskynja nú en fyrr. Málið snýr meðal annars að jafnrétti

kynjanna, þar eð ofbeldi er alla jafna kynbundið, þó að menn skiptist

nokkuð í fylkingar um hvort og hvernig halli á konur og karla hvað

umfang snertir (Ingólfur V. Gíslason, 2008). Þegar kemur að ofbeldi í

nánum samskiptum bera konur ótvírætt þyngri byrði en karlar (Erla

Ofbeldi er skýlaust

mannréttindabrot

og á sér samfélags-

legar rætur