Table of Contents Table of Contents
Previous Page  31 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 31 / 92 Next Page
Page Background

29

og lélegrar hæfni til að mynda tengsl. Sum börn verða óvirk, óörugg

og hræðsluleg. Önnur eru óróleg og ofvirk. Þegar slík börn skipta um

umhverfi jafna þau sig oft fljótt líkamlega en síður andlega og sá skaði

getur fylgt þeim allt lífið.

Skortur á góðum aðbúnaði og aðhlynningu barna er stundum talið oln-

bogabarn í umræðu um ofbeldi gegn börnum þar sem aðrar gerðir hafa

fengiðmeiri athygli þó að vanræksla af þessu tagi virðist hlutfallslega algeng

(Barnaverndarstofa, 2013). Okkur skortir athuganir á vanrækslu barna

hér á landi en í nýlegum ritgerðumháskólanema kemur fram að kennara

skorti þekkingu og þjálfun til að taka á vanrækslu í grunn- og leikskólum.

Enn ein tegund vanrækslu snýr að menntun barns (e.

educational neglect

).

Íslensk lög kveða á um skyldu foreldra til að afla barni sínu fræðslu,

menntunar og starfsþjálfunar í samræmi við hæfileika þess og áhugamál

(Barnalög, nr. 27, 2003). Skortur á þessu getur leitt til afskipta yfirvalda

menntamála og barnaverndar (Barnaverndarlög nr. 80, 2002; Lög um

grunnskóla, nr. 91, 2008). Vanrækslan felst meðal annars í því að skrá

barnið ekki í skóla, að fylgjast ekki með mætingum og ástundun eða

að halda barni heima vegna ólögmætra ástæðna, svo sem til að gæta

systkinis eða til að vinna og loks að gæta ekki að námslegum sérþörfum

barns (Miller-Perrin og Perrin, 2007).

Merki um ofbeldi á heimili barns

Afleiðingar ofbeldis sem börn eru beitt eða búa við geta verið til skamms

eða lengri tíma og varað allt fram á fullorðinsár. Eins og fram kom

er um að ræða erfiðleika af mörgu tagi, svo sem læknisfræðilega og

taugasálfræðilega, vitsmunalega og geðræna, svo og afleiðingar sem

snerta hegðun, félagsleg samskipti og tilfinningar.

Vandasamt er að lýsa áhrifum og afleiðingum þess að börn verði fyrir

ofbeldi, óháð hinum ýmsu formum ofbeldis sem fjallað var um hér að

ofan. Einkenni geta átt við um annað og ber því að meðhöndla málið

af varúð. En hún má þó ekki vera svo mikil að menn bregðist ekki við

eigin grun í samræmi við verklagsreglur og lagaskyldur (sjá kafla um

tilkynningarskyldu til barnaverndar á bls. 49).

Starfslið skóla getur greint sum einkenni og afleiðingar ofbeldis og aðr-

ar ekki. Það sem vekur oft grun annarra eru breytingar á hegðun barns,

svo sem ýmis frávik í hegðun þegar tekið er tillit til aldurs þess og þroska.

Starfslið skóla

getur greint sum

einkenni ofbeldis

og önnur ekki