Table of Contents Table of Contents
Previous Page  36 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 36 / 92 Next Page
Page Background

34

Hvernig birtist einelti?

4.1

Einelti getur birst á ýmsan hátt, svo sem svipbrigði, glott, augnaráð,

baktal, ljót orð, uppnefningar, háð, fliss, niðurlægjandi athugasemdir,

afskiptaleysi, útilokun, skeytingarleysi um skoðanir viðkomandi, sögu-

sagnir, lygar, andleg kúgun, þvingun, líkamsmeiðingar, skemmdir og

þjófnaður á eignum viðkomandi. Í framhaldsskólum er einelti mest af

andlegum og félagslegum toga, grín er gert að samnemendum, beitt er

hunsun, höfnun, baktali, hótunum og óþægilegum og niðurlægjandi

athugasemdum. Samskiptatækni í ýmsum myndum er einnig mikið

notuð þegar einelti er beitt (Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Sif Einars-

dóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir, 2007).

Í erlendum rannsóknum á einelti í framhaldsskólum kemur fram að

kennarar sýna einnig eineltishegðun og um fimmti hluti nemenda taldi

sig hafa orðið fyrir einelti frá kennurum. Algengast var að kennarar

gerðu grín að nemanda eða hæddu hann (El Khouri og Sundell, 2005).

Skilgreining umboðsmanns barna á einelti er eftirfarandi:

„Einelti er niðurlægjandi áreitni eða ofbeldi, andlegt eða líkamlegt sem

stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að einstaklingi sem tekst ekki

að verja sig. Einelti felur í sér að einstaklingur er tekinn fyrir með sí­

endurtekinni stríðni, látbragði, niðrandi ummælum og sögusögnum,

andlegri kúgun og hótunum af ýmsu tagi, líkamlegri misbeitingu, félags-

legri höfnun eða markvissri útskúfun.“ (Umboðsmaður barna, 2014a.)

Samkvæmt skilgreiningunni þurfa eftirfarandi þættir að vera til staðar

svo atferlið teljist vera einelti:

Það er til þess fallið að valda vanlíðan, sársauka eða ótta hjá þeim

sem atferlið beinist að.

Það er ekki einstaka atburður heldur síendurtekið mynstur yfir lengri

tíma.

Sá sem fyrir atferlinu verður á erfitt með að verjast.

Þetta má aldrei skilja sem svo að atferlið sé ekki aðfinnsluvert nema því

aðeins að öll atriðin séu til staðar. Þó oftast sé talað um einelti gagnvart

einstaklingum geta einstaka hópar einnig orðið fyrir einelti eins og

braggabörnin í Höfðaborg fengu að kynnast á sjötta áratugnum:

Einelti birtist í

mörgum myndum

Þrír þættir þurfa

að vera til staðar

til að hægt sé að

skilgreina atferli

sem einelti