Table of Contents Table of Contents
Previous Page  35 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 35 / 92 Next Page
Page Background

33

4

Einelti

Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ef til vill sú sem flest börn þekkja

best til. Í Bretlandi er einelti sú tegund ofbeldis sem flest börn og ung-

menni verða fyrir (Cawson, Wattam, Brooker og Kelly, 2000). Í skýrslu

Samtaka ummenntarannsóknir í Bandaríkjunum (AERA) er ályktað að

einelti sé ein mesta heilsufarshætta sem steðjar að börnum, unglingum

og ungu fólki í bandarísku samfélagi (AERA, 2013). Einelti hefur við-

gengist frá ómunatíð en við erum orðin meðvitaðri um einkenni og

alvarlegar afleiðingar þess. Einelti er oft dulið og sá sem fyrir því verður

kennir sjálfum sér ósjaldan um og reynir að leyna því. Oft hefur eineltið

viðgengist lengi áður en það uppgötvast, jafnvel árum saman. Almennt

er einelti talið flókið félagslegt vandamál fremur en vandamál einstaklinga,

vandamál sem byggist á óheilbrigðum félagslegum tengslum og gildum

og samskiptamynstri hópsins (Dansk Center for Undervisningsmiljø,

2014) enda sýna niðurstöður Skolverket (2011) að þar sem skólabragur-

inn er góður mælist einelti minna en annars staðar. Einelti er að sjálfsögðu

ekki bundið við skóla, sem dæmi má nefna að í

Heimsljósi

lýsir Halldór

Laxness (1967) því hvernig Ljósvíkingurinn stendur einn og varnarlaus

frammi fyrir miskunarleysi heimsins og kennir sjálfum sér um.

Einelti er flókið

félagslegt vandamál

fremur en vandamál

einstaklinga og

hefur alvarlegar

afleiðingar í för

með sér