Verður heimurinn betri - page 10

10
VERÐUR HEIMURINN BETRI?
Hvað er
þróun?
T
Hvernig er hægt að mæla þróun? Flestir bílar á mann,
best menntaða unga fólkið, hæst þjóðarframleiðsla á
íbúa eða kannski sterkasti ríkissjóðurinn?
il að geta svarað spurningunni
hvort heimurinn fari batnandi
verður að byrja á því að skilgreina
hvað það er sem á að batna. Hvort
er mikilvægara að draga úr fátækt eða að auka
menntun? Að stríðum fækki eða að skipting
auðlinda jarðarinnar verði réttlátari?
Vandinn er sá, að það er ekki til nein
hlutlæg skilgreining á þróun sem á við allt
fólk og öll lönd. Sumir álíta að hagvöxtur sé
besti mælikvarðinn á þróun en aðrir telja að
peningar geti þegar best lætur verið verkfæri
til að greiða fyrir það sem raunverulega skiptir
mestu máli í lí nu.
Þó er ljóst að til eru algildar grunnþarfir
sem allir hafa, hvar sem þeir búa og hversu
fjáðir þeir eru. Allir þurfa á mat, vatni og
húsnæði að halda. Ef við veikjumst þurfum
við læknishjálp og kannski lyf, og við vitum
líka að menntun skapar bæði börnum og
fullorðnum aukin tækifæri í lí nu. Án vinnu
og þokkalegra launa veitist líka er tt að
uppfylla grunnþar rnar.
Samkvæmt Þróunaráætlun Sameinuðu
þjóðanna, UNDP, felst þróun í mörgum
ólíkum þáttum.
Því hefur UNDP þróað hugtakið „þróun
lífskjara“ (e: Human Development) sem lýsa
má sem „möguleikum fólks til að lifa
mannsæmandi lí “. Mikilvægur þáttur þess er
að fólk geti sjálft valið um inntak eigin lífs.
Ein af forsendum þess er til dæmis ákveðið
stig frelsis og lýðræðis.
UNDP hefur frá 1990 ge ð út árlega
skýrslu – Human Development Report – um
þróun lífskjara en þar eru nýjar staðtölur
nýttar við samanburð á lífskjaraþróun í öllum
löndum heims. Í stað þess að mæla einungis
tekjur á hvern íbúa eru menntunarstig og
ævilíkur líka tekin með í reikninginn.
Mælikvarðinn er kallaður vísitala lífskja-
raþróunar (e: Human Development Index,
HDI) og er til þess gerður að ná fram skarpari
mælingu á þróun. Þegar löndum er raðað eftir
þessari vísitölu kemur berlega í ljós að þróun
snýst ekki bara um tekjur og efnahag.
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...84
Powered by FlippingBook