Verður heimurinn betri - page 5

5
VERÐUR HEIMURINN BETRI?
Formáli
með sænsku útgáfunni
F
Camilla Brückner,
Framkvæmdastjóri Norðurlandaskrifstofu
Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP.
Frá því að Verður heimurinn betri?
kom fyrst út í Svíþjóð árið 2005,
hafa tugþúsundir lesið bókina og
notað, ungir sem aldnir, í skólum,
félagasamtökum og námshópum. Við höfum
fengið mikið af jákvæðum viðbrögðum og
athugasemdum, sem lúta ekki síst að þeirri
staðreynd að í rauninni er ástandið í heiminum
alls ekki eins hörmulegt og ætla mætti.
Um leið sjáum við þó hvernig bilið eykst,
bæði milli landa og innanlands, og hvernig
hnattræn samkeppni gerir æ harðari kröfur til
fólks og samfélaga.
Í Verður heimurinn betri? höfum við tekið
saman fróðleik og staðtölur sem máli skipta,
um leið og við leitumst við að kynna
þróunarmál í heiminum á auðskilinn og
yfirgripsmikinn hátt.
Í þessari endurskoðuðu útgáfu er einnig gerð
grein fyrir áhrifum hagkerfa heimsins og farið
í saumana á því hvernig hægt er að mæla
framfarir og lífskjaraþróun. Nú nálgast árið
2015, en þá á hinum átta þúsaldarmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna að vera náð, og því
fjallar bókin einnig um þróunarmarkmið
næstu kynslóðar.
Góðan lestur!
Því að þótt fréttir af blóðugum uppreisnum,
hungursneyð og umhverfisspjöllum flæði yfir
okkur daglega, fyrirfinnast margir góðir kraftar
sem leitast við að rjúfa vítahringina og gera
heiminn að lífvænlegri stað fyrir mannfólkið.
Aldrei fyrr hafa jafn mörg börn hafið
skólagöngu, ævilíkur aukast næstum hvarvetna
í heiminum og í æ fleiri löndum fara fram
lýðræðislegar kosningar.
Bókinni fylgir nú einnig vefhluti
(
en þar er að finna
námsefni og verkefni fyrir skóla. Um þetta
höfum við hafið samstarf við alþjóðlegt, veflægt
tengslanet, Den Globala skolan, u.þ.b. 10.000
kennara sem búa yfir mikilli reynslu.
Þótt við leggjum upp með beina og býsna
einfalda spurningu – Verður heimurinn betri? –
er það von okkar að bókin vekji fleiri spurningar
og umræðu um heiminn og framtíðina sem við
eigum öll saman.
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...84
Powered by FlippingBook