Verður heimurinn betri - page 9

VERÐUR HEIMURINN BETRI
9
U
Frá betlara til skósmiðs – nú hefur K-man öðlast trú á framtíðina.
Frábær
tækifæri!
maru Kargbo, oftast kallaður
K-man, er lifandi sönnun þess að
með einbeittum vilja, dugnaði og
réttri aðstoð er hægt að brjótast
úr fátæktinni. Það eru ekki nema þrjú ár
síðan hann bjó á götunni og fram eytti sér
með betli, í dag á hann sitt eigið verkstæði
þar sem hann smíðar og gerir við skó.
Umaru býr í borginni Makeni, í
norðurhluta Síerra Leóne, u.þ.b. 200 km frá
höfuðborginni Freetown. Síerra Leóne er
eitt fátækasta land heimsins og þar ríkti
blóðug borgarastyrjöld allan 10. áratuginn.
Fátækt og óréttlæti voru meðal orsaka
stríðsins, og atvinnuleysi, einkum meðal
ungs fólks, er enn mikið vandamál. Talið er
að meðal ungs fólks séu 800.000 atvinnu-
lausir, í landi þar sem heildaríbúafjöldinn
eru rúmar fimm milljónir.
Vandinn er enn meiri fyrir þá sem búa við
einhvers konar fötlun, eins og K-man. Hann
fékk lömunarveiki þegar hann var tíu ára og
lamaðist í fótleggjunum. Það varð jótlega
ljóst að hann myndi eiga er tt með að sjá sér
farborða og eina ráðið sem hann fékk var að
byrja að betla.
„En ég vildi verja lí nu í eitthvað betra“
segir Umaru og segir frá því hvernig verkefni
á vegum Þróunaráætlunar Sameinuðu
þjóðanna gaf honum kost á starfsmenntun.
„Ég komst í læri hjá skósmið.
Verkefnið útvegaði mér efni og áhöld,
lím, leður, saum og hamar. Ég fékk líka
svolitla peninga svo ég gat séð fyrir mér
sjálfur".
Umaru var heppinn. Þótt þúsaldarmark-
mið Sameinuðu þjóðanna ha átt þátt í að
bjarga milljónum manna úr fátækt, sýna
rannsóknir að enn er langt í land, einkum
fyrir fólkið í heiminum sem býr við er ðustu
kjörin, fólk sem býr í löndum sem eru hrjáð
af stríði og náttúruhamförum og fólk sem
sætir mismunun vegna kyns, aldurs, fötlunar
eða uppruna. Þrátt fyrir allar framfarirnar
sjáum við nefnilega hvernig bilið stækkar,
bæði milli landa og innan þeirra. Því þarf að
leggja allt kapp á að auka jöfnuð og
félagslegt réttlæti, ekki síst af því að við
vitum að heimur þar sem ójöfnuður ríkir er
einnig hættulegur heimur.
K-man greip tækifærið sem honum
bauðst og í dag er líf hans gerbreytt. Hann
er orðinn útlærður skósmiður og hefur
komið sér upp eigin verkstæði og starfar nú
við að kenna öðrum fötluðum iðnina. Hann
dreymir um að koma á fót verksmiðju og
skapa þannig enn eiri störf.
Hann er líka búinn að stofna ölskyldu . .
.„Venjulega vinn ég mér inn 7 dali á dag, á
góðum degi eru tekjurnar hærri og nú get ég
séð fyrir ölskyldu minni. Í dag er ég stoltur
og ánægður og ley mér að eiga
framtíðardrauma.“
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...84
Powered by FlippingBook