Verður heimurinn betri - page 4

4
VERÐUR HEIMURINN BETRI?
Formáli
með íslensku útgáfunni
V
Engilbert Guðmundsson,
Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
eröldin tekur stöðugum breytingum.
Fjölmiðlar flytja okkur að sönnu
stöðugt fréttir af óáran og
hörmungum víðs vegar um heiminn,
sem gefa jafnvel til kynna að heimurinn sé að
versna. En það þarf ekki að fara mörg ár aftur
í tímann til að sjá miklar framfarir, ekki síst í
fátækum ríkjum. Meðalaldur hækkar, tekjur
aukast, fleiri börn ganga í skóla, færri konur
og börn deyja, og átakasvæðum fækkar. Þrátt
fyrir að aldrei í sögunni hafi verið hægt að
nálgast upplýsingar með auðveldari hætti
berast þessar jákvæðu fréttir af framförum og
umbótum aðeins til fárra – og því miður í
fæstum tilvikum til unga fólksins,
kynslóðarinnar sem fær það verkefni í fangið
að útrýma fátækt í heiminum.
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands að unga
kynslóðin á Íslandi hafi aðgang að góðu
námsefni um þróunarmál og til þess að bæta
úr brýnni þörf var skimað eftir ákjósanlegum
námsbókum í nágrannalöndum okkar.
Staðnæmst var við bókina „Blir världen
bättre“ sem bæði Kennarasamband Íslands og
Námsgagnastofnun töldu einkar vel við hæfi
að fá þýdda fyrir íslenska nemendur. Mikil og
góð reynsla er af bókinni í Svíþjóð og hún
talar á auðskiljanlegan upplýsandi og
jákvæðan hátt til nemenda um þróun í
veröldinni, vekur upp spurningar og umræður
og vísar í staðreyndir og nýja tölfræði.
Könnun sem Þróunarsamvinnustofnun
Íslands lét gera um þróunarfræðslu í grunn- og
framhaldsskólum á Íslandi leiddi í ljós að sú
fræðsla er bæði takmörkuð og ómarkviss.
Kennarar töldu eina meginskýringuna vera
skort á vönduðu námsefni með nýjum
upplýsingum. Það eru ríkir hagsmunir
Ég er afskaplega þakklátur UNDP í Svíþjóð
fyrir að gefa okkur kost á því að þýða bókina og
koma henni á framfæri við íslensk ungmenni –
sannfærður um að gildi hennar til að fræða og
ræða.
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...84
Powered by FlippingBook