Lifað í lýðræði - page 7

5
Inngangur
Um hvað er þessi bók?
Þessi handbók er ætluð kennurum, æfingakennurum, námsefnishöfundum, bókaritstjórum og þýð-
endum í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Heimilt er að þýða hana og staðfæra þannig að hún mæti
kröfum viðkomandi menntakerfa.
Í ritinu eru níu kaflar þar sem fjallað er um menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar (MLB) og
mannréttindamenntun (MRM). Kaflarnir eru ætlaðir nemendum í efri bekkjum grunnskóla og tekur
hver þeirra til fjögurra kennslustunda. Hver kafli fjallar um lykilhugtak á sviði MLB eða MRM: sjálfs-
mynd – frelsi – ábyrgð – ágreining – samskipti – fjölhyggju – lög og reglur – jafnrétti – stjórnarfar.
Sett er fram tillaga um fyrirkomulag hverrar kennslustundar og kennsluferlinu lýst eins ítarlega
og unnt er. Dreifiblöð fyrir nemendur fylgja hverjum kafla, þannig að kennarinn fær eins mikinn
stuðning og unnt er í handbók af þessu tagi. Þessi bók er því fyrir kennara en ekki nemendur.
Reynslan er sú að kennaranemum og byrjendum í kennslustarfinu finnst gott að fá nákvæmar
kennsluleiðbeiningar, en kennarar með starfsreynslu kunna ef til vill einnig að finna nýjar hug-
myndir og efni sem kemur þeim að gagni í bókinni. Æfingakennarar geta stuðst við þetta rit við
þjálfun kennaranema í MLB eða MRM.
Þetta er endurskoðuð útgáfa handbókarinnar. Unnið var að fyrstu útgáfu hennar í Bosníu og
Hersegóvínu í tengslum við nýja námsgrein, lýðræði og mannréttindi, sem kynnt var árið 2002.
Frá árinu 1996 hefur Evrópuráðið séð til þess að kennarar og æfingakennarar fái fræðslu um MLB
og MRM til stuðnings friðarferli að stríði loknu. Ritstjórar og höfundar fyrstu útgáfunnar áttu sæti
í alþjóðlegu teymi kennara sem tóku þátt í verkefninu. Boðið var upp á starfsþjálfun fyrir kennara
og æfingakennara, og búið var til námsefni. Meðal annars urðu þá fyrstu drög þessarar handbókar
til, bæði fyrir æfingakennslu og til nota í kennslustofunni.
1
Hvaða aðferðum er beitt í MLB/MRM?
Auðveldast kann að vera að lýsa meginreglum MLB með því að nefna dæmi. Skoðana- og tján-
ingarfrelsi
2
eru grundvallarréttindi í lýðræðissamfélagi. MLB/MRM skal gera nemendur færa um
að þekkja, skilja og meta réttinn til skoðana- og tjáningarfrelsis að verðleikum og þeir eiga að vita
hvernig stjórnarskráin stendur vörð um þann rétt (námssvið um þekkingu og skilning). Einmitt
vegna þess hve mikilvægt er að þessi réttur sé stöðugt virkur í lýðræðislegu samfélagi þurfa nem-
endur einnig að tileinka sér hvernig færa skal rök fyrir máli sínu á opinberum vettvangi (námssvið
um kunnáttu- og færniþróun). Síðast en ekki síst er tjáningar- og skoðanafrelsi grundvöllur opins
fjölhyggjusamfélags. Deilur og skoðana- og hagsmunaárekstrar eru almenna reglan, ekki undan-
tekningin. Það koma upp ágreiningsmál og þau þarf að leysa með friðsamlegum hætti, þ.e. munn-
lega (með því að rökræða og komast að samkomulagi – bæði á opinberum vettvangi og bak við
luktar dyr). Í opnu fjölhyggjusamfélagi er treyst á að bindandi regluverk og öflugar stofnanir renni
stoðum undir þessar reglur, en ekki síður er treyst á sameiginlegt gildismat þjóðfélagsþegnanna,
svo sem umburðarlyndi, gagnkvæma virðingu, sanngjarna málamiðlun, ofbeldisleysi og hæfn-
ina til að takast á við ósamkomulag og deilur um óútkljáð mál þegar slíkt kemur upp. Ef pólitísk
ákvarðanataka er sett fram og studd öflugu og samhljóða áliti um fyrirkomulag og lýðræðisleg
gildi, þá getur samfélagið fundið leið til sátta í erfiðum deilum um tiltekin mál. Skoðanafrelsi er
þá langt frá því að ógna stjórnvöldum heldur styður þau í leit sinni að réttlátri og skilvirkri lausn
1. Nánari upplýsingar um þetta verkefni má finna í I. bindi þessarar ritraðar.
2. Sjá Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, 10. desember 1948, 19. grein; Mannréttindasáttmála Evrópu,
4. nóvember 1950, 10. grein.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...212
Powered by FlippingBook