Lifað í lýðræði - page 10

8
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Í MLB/MRM er því lögð áhersla á aðferðir sem efla verkefnatengt, gagnvirkt nám og samvinnunám.
Með því að uppgötva vandamál í tengslum við tiltekið verkefni og finna sjálfir á því lausnir læra
nemendur meira en þeir myndu gera ef kennsla væri eingöngu kennaramiðuð og meiri sveigjan-
leiki gefst til að taka tillit til hvers og eins í náminu. Kaflarnir í þessari bók sýna hvernig slíkt
nám getur tengst tilteknum málefnum og námsgreinum, m.a. með verkefnavinnu, gagnrýninni
hugsun, umræðum og rökræðum, ígrundun og endurgjöf. Hins vegar er ekki rétt að kennaramiðuð
kennsla og gagnvirk kennsla geti ekki farið saman. Góð kennsla felst ávallt í hvorutveggja eins og
kennsluleiðbeiningarnar í þessari handbók munu leiða í ljós.
Meginmarkmið MLB/MRM: Lýðræðisþátttaka
Nám
Kennsla
Aðferðir
Skóli
Þekking og skilningur
Leikni og hæfni
Viðhorf og gildi
Kennsla/nám
• um
• af/í
• fyrir
lýðræði og mann-
réttindi
• Verkefnatengt,
• gagnvirkt,
• samvinnunám
ásamt
• tilsögn
• leiðbeiningum
• þjálfun
• sýnikennslu
kennarans
„Skólinn sem örsam-
félag“
Lært af reynslunni í
skólanum
Verkefnatengt nám getur verið tímafrekt. Ef kennarar vilja auka afköst nemenda verða þeir því að
tala minna og halda sig til hlés í kennslustundum. Jafnframt verða þeir að vera sveigjanlegri og
sinna betur þörfum nemenda. Verkefnatengt og gagnvirkt nám krefst vandlegrar skipulagningar og
undirbúnings og er yfirleitt tímafrekara en kennaramiðuð kennsla. Það er líklega þess vegna sem
síðarnefnda formið er ríkjandi þó að almennt sé vitað að gagnvirk kennsla sé einnig nauðsynleg.
Það kann því að virðast mótsagnakennt að skrifa fremur bók fyrir kennara en nemendur. En
einmitt vegna þess að gagnvirk kennsla og verkefnatengt nám gera auknar kröfur til kennara, þar
sem þeir þurfa að sinna fleiri hlutverkum og koma jafnframt til móts við þarfir nemenda, þá er
þessari bók ætlað að vera kennurum til stuðnings því að þeir eru lykilpersónur – það eru þeir sem
þurfa að skapa nemendum tækifæri, verkefni og umhverfi til að þeir geti verið virkari í námi sínu.
Hvert er meginmarkmiðið með MLB/MRM?
Lýðræðiskerfi standa og falla með því að þegnarnir séu virkir í samfélaginu. Hægt er, og nauðsyn-
legt, að læra hvernig taka skal þátt í lýðræði. Aðeins þarf lágmarksþekkingu og skilning til að átta
sig á samsetningu stofnanaramma og málaflokkum sem umræður snúast um. Þátttaka í opinberri
umræðu, þar sem skiptar skoðanir eru um hugmyndir og skipulagða hagsmuni, krefst hæfni til
að geta talað á opinberum vettvangi og tekið þátt í samningaviðræðum. Þau gildi og viðhorf sem
ungmenni aðhyllast segja til um hvort þau skilji og kunni að meta hinn óskráða félagslega sáttmála
sem stjórnmálahefð lýðræðissamfélaga byggist á. Meginmarkmiðið með MLB/MRM er að viðhalda
lýðræðinu með því að stuðla að því að unga kynslóðin verði virk í samfélaginu. Lýðræðið getur
ekki virkað nema með stuðningi stofnanaramma sem stjórnarskrá stendur vörð um. En það er ekki
nóg. Það þarf að eiga sér rætur í samfélaginu. Það er sú menningarlega hlið lýðræðisins sem MLB/
MRM leitast við að efla og styðja. Það er ástæða þess að Evrópuráðið beitti sér fyrir starfsþjálfun
kennara á sviði MLB/MRM til að styðja við friðarferlið í Bosníu og Hersegóvínu.
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...212
Powered by FlippingBook