Lifað í lýðræði - page 18

16
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Í kennslustofunni hefur kennarinn ekki á valdi sínu hvernig nemendur fara að því að tileinka sér
hlutina. Með persónulegum tengslum nemenda og kennara er þó um stöðuga endurgjöf að ræða
þeirra á milli og persónuleiki kennarans er öflugasta verkfæri hans í starfi sínu.
Þegar lesandinn skoðar mynd gerir hann sér í hugarlund hvaða skilaboð hún flytur og fær grun um
hvers vænta má af textanum sem höfundurinn hefur skrifað. Ef til vill fær lesandinn staðfestingu
á því sem hann les út úr myndinni og ef til vill hrynja einhverjar hugmyndir hans um hana til
grunna. Myndir koma af stað orðræðu milli höfundar og lesanda í huga lesandans. Myndir og texti
vinna saman að því að vekja virka lesendur – og grúskara – til umhugsunar.
Myndlæsi er leikni sem er nauðsynleg í hinu svokallaða upplýsingasamfélagi og þjálfa þarf nem-
endur í þeirri leikni. Við leggjum því til að kennarar sýni nemendum þetta púsl. Kennarinn eða
nemendurnir taka að sér það verkefni að útskýra myndina. Kennarinn gæti notað hana til að kynna
nemendum námsefni bókarinnar eða ef til vill til að draga það saman í lok skólaársins. Nemendur
gætu skipt myndinni í níu hluta sem þeir geta síðan endurraðað í samræmi við það sem þeim finnst
þeir hafa lært. Með því að greina frá eigin uppröðun á myndunum og hvernig hugtökin sem þær tjá
tengjast átta nemendur sig betur á því hvernig þeir fara að því að læra og skilja hlutina. Þegar þeir
ígrunda þessa reynslu sína út frá hugtakaskilningi rennur upp fyrir þeim að hugsana- og tjáningar-
frelsi er ekki aðeins forsenda lýðræðislegrar ákvarðanatöku, heldur einnig þess að lesa og læra.
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...212
Powered by FlippingBook