Lifað í lýðræði - page 25

23
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kafli – Sjálfsmynd
Kennslustundin
Nemendum er skipt í þrjá hópa og þeir fá í hendur dreifiblað 1 (hver hópur fær sína útgáfu af því),
stóra pappírsörk og merkipenna. (Í fjölmennum bekkjum geta hóparnir verið fleiri og kennarinn
þarf þá að útbúa fleiri leikatriði eða láta einhverja hópa fá sömu viðfangsefnin. Hið síðarnefnda
getur leitt til áhugaverðrar atburðarásar þar sem það sýnir hve mismunandi skilningur fólks og lýs-
ingar geta verið.) Kennarinn segir síðan söguna af drengnum sem er nýfluttur og er að kanna nýtt
umhverfi. Hann segir bekknum frá dagbók drengsins en hann les hana ekki upphátt fyrir bekkinn
þar sem hóparnir hafa einungis fengið hluta textans.
Ítarefni fyrir kennara
Textinn er svona í heild sinni:
„Þetta er fyrsti dagurinn minn í nýja bekknum. Fjölskylda mín flutti hingað utan af landi og mér
líður enn eins og aðkomumanni. Kæra dagbók, ég hef upplifað ýmislegt undanfarna daga. Ég
ætla að segja þér aðeins frá því.
Við búum núna í íbúð stutt frá höfninni. Einn af strákunum í bekknum mínum á heima rétt hjá.
Hann kom til mín þegar á þriðja degi og bað mig að koma með sér að veiða. Ég sagði nei vegna
þess að veiðistöngin mín var enn í einhverjum kassanum.
Það er stór fótboltavöllur fyrir framan skólann okkar. Ég var mjög ánægður með það vegna þess
að mér finnst gaman í fótbolta. Ég tók því boltann minn með og ætlaði að að æfa mig aðeins.
Ég var rétt búinn að skjóta eitt eða tvö skot á markið þegar húsvörðurinn stoppaði mig. Hann
var öskureiður og spurði hvort ég væri ekki læs. Ég hafði ekki tekið eftir skilti þar sem stóð að
völlurinn væri lokaður eftir rigningu. Ég var í svo miklu uppnámi að ég fór heim án þess að segja
eitt einasta orð.
Það býr gamall maður aleinn í íbúðinni fyrir ofan okkar. Þegar ég kom heim í gær hitti ég hann
við útidyrnar að koma úr matvörubúðinni. Hann hélt á innkaupapoka og var alveg lafmóður. Ég
vorkenndi honum, bauðst til að hjálpa honum og bar pokann upp að íbúðinni hans.“
Útgáfurnar þrjár af dreifiblaði hópanna innihalda hver sinn kafla úr dagbókinni. Hóparnir skynja
aðstæður á mismunandi hátt út frá þeim upplýsingum sem þeir hafa fengið. Hver hópur sér því
eingöngu sjálfsmynd drengsins að hluta til og lýsir áliti sínu í hlutverkaleiknum í samræmi við það.
Eins og ætlast er til í verkefninu kynna hóparnir fyrst lýsingarorðin sem þeir hafa valið. Fulltrúi
úr hverjum hópi skrifar niðurstöður hópumræðunnar á pappírsörkina og þær verða síðan kynntar
í næstu kennslustund.
Nú semja hóparnir stuttan hlutverkaleik sem lýsir túlkun þeirra. Hlutverkaleikina skal útskýra og
ræða í bekknum áður en æfingar hefjast. Þessi undirbúningur getur farið fram hér og þar í skóla-
stofunni eða ef til vill í fundarherbergjum skólans, í öðrum húsakynnum hans eða úti á leikvell-
inum ef veður leyfir. Þó að hlutverkaleikurinn taki svolítinn tíma í fyrstu er það tilraunarinnar
virði. Með þessu móti geta nemendur lýst á einfaldan og skýran hátt því sem þeir eiga erfitt með
að útskýra með orðum.
Markmið þessarar kennslustundar er að nemendur skrifi lýsingarorðalistann á veggspjöldin og æfi
leikatriðið sitt.
Í lok tímans safnar kennarinn veggspjöldunum saman (hann afhendir þau aftur í byrjun næstu
kennslustundar) og flytur stutta samantekt. Hann hrósar nemendum og talar um efni næstu
kennslustundar.
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...212
Powered by FlippingBook