Lifað í lýðræði - page 34

32
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Slík æfing gæti skilað eftirfarandi niðurstöðu:
Hvernig er fólk þegar
það er í góðu skapi?
• glaðlegt
• segir brandara
• afslappað
• skrafhreifið
• syngjandi
• aðlaðandi
• …
• …
Ekki þarf að ræða þetta sameiginlega þar sem tilgangur æfingarinnar er að nemendur fái hug-
myndir sem þeir geta unnið út frá í næsta skrefi. Kennarinn ætti að vera búinn að finna út hvaða
nemendur geta unnið tveir og tveir saman á þessu stigi. Það er mikilvægt þar sem efnið sem fjalla
á um er afar viðkvæmt. Kennarinn ætti því að forðast að velja saman nemendur sem kemur illa
saman og gæta þess að engum komi til með að sárna.
Liðin fá eftirfarandi verkefni:
Þið eigið að kanna hvernig þið upplifið ykkur sjálf og hvort annað. Gerið það á eftirfarandi hátt:
• Til að byrja með vinnur hver fyrir sig.
• Skoðið allar lýsingarnar á veggspjöldunum í skólastofunni og veljið orð sem þið teljið sjálf
að lýsi ykkur vel. Skrifið þau á dreifiblaðið.
• Bætið við kostum ykkar og lýsingum á sjálfum ykkur við tilteknar aðstæður sem ekki er
getið um á veggspjöldunum. Skrifið þetta á dreifiblaðið.
• Síðan skuluð þið lýsa félaga ykkar á sama hátt.
• Að þessu loknu skuluð þið bera saman niðurstöður ykkar. Það verður áhugavert að sjá
hvaða lýsingar og skoðanir falla vel saman og hvar er munur eða jafnvel mótsagnir. Látið
hugsanir ykkar og tilfinningar í ljós:
• Hvað kemur mér á óvart?
• Hvað gleður mig?
• Hvað pirrar mig?
• Hvað særir mig?
• Getur þú rökstutt álit þitt með nokkrum dæmum?
• Hvaða lýsingar eru (jákvæðar eða neikvæðar) staðalímyndir?
Kennarinn þarf að ákveða hvort halda skuli lokafund til að draga saman niðurstöður þessarar
kennslustundar (sem einnig markar kaflalok, enda þótt hægt sé að halda áfram) eða hvort draga
skuli saman námsframvindu síðustu fjögurra kennslustunda. Kennarinn mun taka eftir því, sama
hvora aðferðina hann velur, að vinnuandinn í bekknum hefur batnað eftir þessa tíma. Nemendurnir
1...,24,25,26,27,28,29,30,31,32,33 35,36,37,38,39,40,41,42,43,44,...212
Powered by FlippingBook