Lifað í lýðræði - page 36

34
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 1.1
(Hópur 1)
Hlutverkaleikur
Komið ykkur saman um fulltrúa úr ykkar hópi til að lesa upp dagbókarfærsluna
sem þið fenguð og hvert verkefni hópsins er.
Veljið annan fulltrúa úr hópnum til að skrá niðurstöðurnar og kynna þær fyrir
bekknum.
Færsla úr dagbókinni hans Magnúsar:
„Þetta er fyrsti dagurinn minn í nýja bekknum. Fjölskylda mín flutti hingað utan af landi og mér
líður enn eins og aðkomumanni. Kæra dagbók, ég hef upplifað ýmislegt undanfarna daga. Ég ætla
að segja þér aðeins frá því.
Við búum núna í íbúð stutt frá höfninni. Einn af strákunum í bekknum mínum á heima rétt hjá.
Hann kom til mín þegar á þriðja degi og bað mig að koma með sér að veiða. Ég sagði nei vegna
þess að veiðistöngin mín var enn í einhverjum kassanum.“
Verkefni:
1. Takið saman lista yfir lýsingarorð sem þið teljið að skólafélagar Magnúsar myndu nota til að
lýsa honum (hafið hugstormun í hópnum ykkar).
2. Hvernig haldið þið að nemandi í sama bekk og Magnús tali um hann við aðra nemendur? Æfið
stutt atriði sem þið getið leikið fyrir bekkinn.
1...,26,27,28,29,30,31,32,33,34,35 37,38,39,40,41,42,43,44,45,46,...212
Powered by FlippingBook